Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 158
SKAGFIRBINGABÓK
III.
Eins og fram hefur komið hér á undan, þá var það ekki eina
hlutverk þeirra félaga, Stephensens og Sívertsens, að bjóða Hólastóls-
jarðir til sölu, heldur einnig að gera nýtt jarðamat. Breytingar á
dýrleika jarðanna urðu þó í fáum tilvikum, og ætíð til lækkunar. Al-
gengast var, að lækkunin næmi 10 hundr. Á einni jörð, Keflavík,
nam lækkunin nærri 20 hundr.
En jarðamatið var fjarri því að vera einhlítur mælikvarði á dýrleika
jarðanna; það kom gleggst í Ijós við söluna. Þótt fleira hafi vafalaust
átt sinn þátt í að gera verðgildi þeirra mismunandi heldur en af-
komu- og gróðasjónarmiðið, þá er munurinn samt meiri en svo, að ætl-
andi sé, að mat ýmissa hinna einstöku jarða sé í samræmi við raun-
veruleikann. Það eru þó nokkrar jarðir, þar sem hvert hundrað er selt
á yfir 10 dali, og fjöldi jarða, þar sem hvert hundrað er selt undir
6 rd., fer jafnvel niður fyrir 3 rd.
Ég mun nú hér á eftir gera grein fyrir dýrustu og ódýrustu jörðum
hvers hrepps og svo að síðustu meðaltali allrar heildarinnar.
SKEFILSSTAÐAHREPPUR
Dýrustu hundraðsjarðir:
Þangskáli: 5 hundr. á 60 rd. =: 12 rd. hvert hundr.
Þorbjargarstaðir: 5 — á 42 — = 8 — 38 — — —
Selnes: 10 — á 82 — = 8 — 20 — — —
Kelduvík: 5 — á40 — = 8 — — —
Aðrar yfir 6 rd.: Selá V2, Hvalnes og Hóll.
Ódýrustu hundraðsjarðir:
2A Malland: 16 hundr. á 52 rd. = 3 rd. 24 sk. hvert hundr.
Scevarland: 20 — á 75 — = 3 — 72 — — —
Seld jarðarhundruð: 15314
Söluverð samtals: 891 rd.
Meðalverð á hvert jarðarhundrað: 5 rd. 73 sk.
156