Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 168
SKAGFIRBINGABÓK
ið, að hann gengur til dyra, og er þá vín í honum. Frammi í göngum
rekst hann utan í mann í myrkrinu, ætlar að grípa til hans og hefja
hann á loft og segir: „Ég er sterkur". Hinn lætur sér ekki bregða og
svarar: „Ég er þungur". Sér þá prestur, að þetta er nafni hans Árna-
son, klappar honum á öxlina og segir: „Það eruð þá þér, bölvaður
drumburinn".
Nær fimmtugur að aldri, árið 1856, reisti Sigurður bú á Nýjabæ,
fremsta byggðu bóli í Austurdal. Þar voru feit sauðlönd — og rúmgott,
því byggð var ekki nær en að Ábæ og þangað um einnar stundar lest-
argangur. Tinnársel, næsti bær, hafði þá lagzt í eyði fyrir stutm. Nýjabæ
hafði Sigurður keypt 1853, því að honum safnaðist fé í vinnumennsk-
unni, og greiddi hann fyrir jörðina 300 ríkisbankadali silfurs. Talið er,
að hann kunni að vera fyrsti sjálfseignarbóndi á jörðinni, sem verið
hafði eign Hólastóls til 1802.
Sigurður var einbúi fyrsta árið á Nýjabæ, en hefur líklega kunnað
því illa og átt örðugt, einn á sveitarenda. Hann breytti því til og fór í
húsmennsku niður í sveit, kynntist vinnukonu, er var með honum á
bæ, Karítas Jónsdóttur frá Steiná í Svartárdal vestur, brá sér í sæng til
hennar og eignaðist með henni dreng árið 1858. Þá voru þau nýflutt
bæði fram að Nýjabæ. Á Mælifelli hafði vinnukona alið Sigurði dótt-
ur, en hvorugt þessara barna komst úr frumbernsku.
Sigurður bjó með barnsmóður sinni á Nýjabæ samfleytt til 1870, og
ólst upp hjá þeim sonur Karítasar, Jón Sigurðsson, er seinna varð
kunnur hagyrðingur um Skagafjörð og Húnaþing, oft nefndur Jón
rímnaskáld, en einnig kenndur við Gilhaga. Sum árin var ekki fleira
til heimilis en þau þrjú og aldrei fleira en sex manns. Mjög fábreytilegt
hefur því verið þar til fjalla frammi, við straumnið Jökulsár, sem fell-
ur rétt niðurundan túnkraganum.
Sigurði Árnasyni mun hafa búnazt allvel á Nýjabæ. Hann var for-
sjáll maður og harðgjör og þesslðgur að kunna að notfæra sér kosti
jarðarinnar. í dimmum göngunum á Mælifelli hafði hann svarað því til,
að hann „væri þungur". Óhætt hefði honum verið að taka sér í
munn orðin, sem presturinn nafni hans lét falla, því hraustmenni var
hann, og það kom sér ekki illa í búskap langt frá öðrum mönnum.
Sú sögn er til marks um krafta Sigurðar bónda, að skömmu síðar en
166