Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 173
SÍRA PÁLL TÓMASSON
af, „þótt aldur færðist yfir hann". Eins telur Jón, að hann hafi verið
„allgóðum gáfum gæddur", og hagorður var hann með vissu. Eru
fáeinar vísur hans birtar í þætti Jóns. S. B.
Síra Páll Tómasson var prestur í mörg ár á Knappsstöðum í Stíflu.
Stíflan var eitt prestakall og það lítið, aðeins fimmtán bæir. Var því
þægilegt fyrir prest að ferðast innan um sóknina og þá líka fremur
lítið um aukaverk. Sat því prestur oftast heima og stundaði bú sitt,
sem þó var ætíð fremur lítið, en um eitt skeið fremur blómlegt, á
meðan synir hans voru heima og fullorðnir, en ógiftir. Kona hans hét
María og var ætíð nefnd Maddama Marja, enda voru allar prestskon-
ur í þá daga kallaðar maddömur.1 Eftir kunnugra manna sögn hafði
hún verið mesta gæða kona og sóma kona í hvívetna. Búkona var hún
mikil og hélt saman búi bónda síns. En honum hafði ekki verið sýnt
um búskap fremur en prestsverk, því að pokaprestur þótti hann í
meira lagi. Hann „sullaði blaðalaust" á stólnum, og var sagt, að þess
vegna hefði hann gjört það, að hann hefði ekki getað lestð sína eigin
skrift. Þetta þykir mér þó undarlegt, því kirkjubækur hefi ég séð rit-
aðar með hans eigin hendi, og eru þær að vísu ekki vel ritaðar, en þó
vel læsilegar. Er trúlegast, að hann hafi ekki nennt að rita niður
ræður sínar, og voru þær þó venjulega stuttar og ekki formfastar.2
Börn síra Páls, þau er upp komust, voru þrír synir, Tómas, Páll og
Guðmundur.3 Öllum þótti þeim bræðrum gott í staupinu. Var það og
1 Kona síra Páls var María (f. 10. júlí 1804, d. 12. jan. 1884) Jóakimsdóttir á
Mýlaugsstöðum, Ketilssonar. J. J. segir um Maríu: „Var hún talin kona vel
gefin og merk um margt, og var talið af sumum, að hún semdi ræður prests,
eða leiðbeindi honum a. m. k. í þeim efnum, þegar svo hagaði, en það hygg
ég, að varla hafi hún samið ræður handa honum, því hann prédikaði ætíð
blaðalaust".
2 J. J. segir: .. var rithönd hans svo bágborin, að slíks voru ekki dæmi
um „Iærða" menn þess tíma. Var hún varla lesandi honum sjálfum".
3. Hjónabandsbörn síra Páls voru Tómas bóndi í Saurbæ í Fljótum (1879—
1884), kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur. Frá Saurbæ fluttust þau að Háagerði
á Skagaströnd. Sonur þeirra hét Tómas, og drukknaði hann í mannskaða-
veðrinu mikla 2. jan. 1887, þá formaður á skipi föður síns. Um hann segir
171