Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 177
SÍRA PÁLL TÓMASSON
margir á uppboð, er haldið var á strandstaðnum. Var þar nóg í staup-
inu, auk ýmissa annarra vörutegunda. Á meðal annarra uppboðsgesta
var síra Páll. Að uppboðinu loknu fóru menn hver heim til sín. Síra
Páll ætlaði að verða sveitungum sínum samferða, en einhverra orsaka
vegna varð hann eftir af þeim. Segir ekki af presti fyrr en um morgun-
inn. Þá kemur hann heim í Skarðdal þreifandi fullur og illa til reika.
Var hann spurður, hvar hann hafi verið um nóttina. Ja, hann sagði, að
það væri nú saga að segja frá því. Hann sagðist í gærkvöldi ekki hafa
fundið hestinn sinn. Hafði hann þá farið að leita að honum, en þá
hefði hann dottið niður í eitthvert gil og þar hefði hann verið að
brölta alla nóttina. Og loks hefði hann, við illan leik þó, getað
skreiðzt upp úr því. Hann hafði þá lent niður í hlandfor því nær
tóma, og þar hafði hann verið að berjast um alla nóttina, enda voru
föt hans svo illa útleikin, að ómögulegt var fyrir nokkurn mann að
vera í þeim, fyrr en búið var að þvo þau rækilega.
Eins og áður er sagt, hafði síra Páll aldrei skrifaða ræðu með sér
upp á stól. Þótti mönnum það í fyrstu kynlegt, en vöndust fljótt við
það. En það þótti mönnum einkennilegt, að á meðan verið var að
syngja stólsálminn, fór prestur ætíð út úr kirkjunni og var dálitla smnd
úti. Varð hann stundum svo naumt fyrir að komast inn afmr, að
söngurinn var þagnaður. Þóttu þetta kynlegar aðfarir, og urðu ein-
hverjir til að veita presti eftirför til að vita, hvað hann hefðist að úti.1
Sáu þeir þá, að þegar prestur var kominn suður fyrir kirkjuvegginn,
fletti hann upp hempunni, tók brennivínsglas úr vasa sínum og fékk
1 J. J. segir reyndar, að prestur hafi aldrei verið staðinn að verki, er hann
var að gera sér gott af dropanum úr bláa glasinu, en bætir við þessari skemmti-
legu sögu: „Svo var það eitt sinn, að prófastur kom í eftirlitsferð og var við
embættisgerð hjá Páli presti. Próf. hafði heyrt ávæning af þessu, og þegar
prestur gekk út, rétt áður en hann skyldi í stól stíga, þá fylgdi prófastur
þegar á hæla honum, og fékk presmr ekkert ráðrúm til að gæða sér úr glas-
inu. Hann sté svo í stólinn og byrjaði prédikun, en í öndverðri ræðunni segir
hann: „Jesús sagði við lærisveinana: „Innan skamms munuð þér ekki sjá mig",
og í sama bili lét hann sig hverfa niður í „pontuna" og saup vel á glasinu,
sem hann hafði áður tekið úr vasanum, spratt síðan upp og hélt áfram: „en
innan skamms munuð þér sjá mig aftur". — Ekki er þess getið, að prófastur
gæfi sig neitt að þessu".
175