Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 185
ÞRJÚ SENDIBRÉF
fá strax þá fullkomnustu uppskeru, en hún fæst máske með tíðinni, og
mátt þú hafa gleði af því meðan þú lifir hér eftir að hafa tekið svo nyt-
saman hlut fyrir þig, en það er guðs að gefa ávöxtinn.
Við erum orðin bæði gráhærð hjónin, ég held mikið meir en þú,
og Jón bróðir er orðinn það líka. — Æ, fyrirgefðu mér þennan óskapa
vaðal og ljóta blað.
Blaðið var á enda, og ég var ei farin að segja þér fréttirnar úr sveit-
inni, bezti bróðir. Arasen á Flugumýri giftist í haust og átti Helgu
dóttur séra Þorvaldar sál. Böðvarssonar. Ég hef ei séð hana, það er látið
dável af henni. Hann vill alltaf komast á Eyhildarholt, en Jón Bjarna-
son vill ei uppstanda og nesbúarnir vilja ei hafa skiptin. ■— Maðurinn
minn mun hafa skrifað þér, að hann hefir þjónað Rípurbrauðinu i
vetur í fjarveru séra Jóns Reykjalíns. Ég held þeir í nesinu vildu
veita hönum Ríp, ef þeir hefðu haft ráð yfir því. Ég fór yfir að Egg
um jólin og var við Rípurkirkju, annað hef ég ei ferðazt í vetur.
Ragnheiður á Silfrastöðum fer að Hafsteinsstöðum í vor til séra Gísla1
og eru þau trúlofuð, hann er nær sjötugu. Hún kom hingað í haust.
Þykir þér það ei skrýtin saga. Ekki gat ég séð til neins, bezti bróðir,
að spinna hespuverkið, því ég átti ei svo góða ull og síðan gjöri ég svo
lítið. Hér hefir rekið höfuðmikið af dauðum fugli og tefjustum við við
að plokka hann. Hann er óætur af for, en dúnninn er góður. — Fyrir-
gefðu mér allt það ólesandi rugl, sem komið er á þessa skekla. Ég veit
þú ert orðinn þreyttur að lesa, en ég gjöri það að gamni mínu að
ímynda mér, að þú sért hjá mér og ég sé að tala við þig. Æ, vertu þá
blessaður alla ævi, góður guð veiti þér allt betra en ég get upphugsað,
þín af hjarta elskandi systir.
Elinborg Pétursdóttir.
1 Síra Gísli Oddson (f. 1778, d. 1855), sonur síra Odds Gíslasonar á Mikla-
bæ. Hann var í nokkur ár aðstoðarprestur hjá síra Pétri á Miklabæ (1805—
1811), en síðan prestur á Ríp og Reynistað. Síra Gísli bjó siðari ár sin á
Hafsteinsstöðum. „Hann var afarmenni að afli, en stillingarmaður og góð-
menni; þótti einfaldur í framkomu og viðtali og daufur kennimaður" (ísl
æv.). Ragnheiður Eyjólfsdóttir, ekkja Jóns hreppstjóra Erlendssonar á Silfra-
stöðum, varð seinni kona hans.
183