Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 187
ÞRJÚ SENDIBRÉF
okkar er frískur. Mér finnst þú alltaf vera hjá mér, svo lengi sem ég
sé hann, hann er svo líkur því, sem þú varst ungur. Hann sýnist vera
vel gáfaður og gott barn, og lítur út fyrir, ef hann lifði, að verða eftir
sem kallað er dugnaðar- og frískleika maður, ef hann hefði heilsuna.
Ég vildi hann gæti komið sér eins vel og þú, því allir unna þér hug-
ástum, sem þekkja til þín. — Ég sá nýlega bréfið frá sr. Hákoni.1 Ég
hugsaði það hefði verið einasta ólán okkar að komast í svo miklar
skuldir fyrir norðan, en ekki hefði hönum þá þótt betra að vera 6 ár
í tvíbýli á Völlum, því fegin hefði ég orðið, hefði maðurinn minn
fengið Stærri-Árskóg. Það er hægt brauð og notaleg bújörð í þeirri
sveit. — Nú síðan ég kom hingað, hugsa ég ekki til að vilja hrekjast
héðan, ef við gætum einhvernveginn komist hér af. Það er máske ekki
svo langt eftir af lífinu, því ekki mun vera að hugsa til að fá Fagra-
nesþingin fyrir manninn minn, því sr. Benedikt losast aldrei af Reykja-
strönd.- Við kynnum þar ekki heldur við okkur, þó þar sé vel byggt.
Þar er svo ljótt, en örðugt að vera hér fyrir heilsulítinn, nema þá ao
taka kapelán. — Þegar þú ert orðinn amtmaður á Möðruvöllum, bezti
bróðir! sem Grímur og fleiri spá þér, ætla ég að biðja þig að lofa okkur
a& vera hjá þér í einhvörju horni, því mér þykir hvörgi eins fall-
egt. — Ég fór í vor fram að Miklabæ, maðurinn minn og litli Pétur, í
veizlu sr. Gísla á Hafsteinsstöðum og Ragnheiðar. Ekki er hún núna
upp á það ánægðasta með hjónabandið, sem ekki var við að búast. Það
er þó gott fyrir okkur hjónin, að við elskum hvört annað eins og við
hefðum gifzt í gær, og er það mikil lukka. — Miklabæjarhjónin
hafa verið okkur mikið góð, sr. Jón er farinn að verða lasinn.3 Jónas
litli er nú í skóla og er held ég vænn piltur, tvær dætur heima, Margrét
og Steinunn, en sú þriðja, sem á lífi er, Madame Björg í Hofsós, hún tók
1 Síra Hákon Espólín (1801—1885), sonur Jóns Espólíns, sýsluœanns. Síra
Hákon var prestur í Stærra-Árskógi (fyrst aðstoðarprestur) 1834—1861.
2 Síra Benedikt Björnsson (1796—1873) prestur á Fagranesi 1839—1860.
3 Síra Jón Jónsson (1782 (eða 1780)—1866). Hann var aðstoðarprestur síra
Péturs 1812—1824, en fékk þá Miklabæ við uppgjöf sr. Péturs og var þar
prestur til 1858. Jónas, sonur síra Jóns, varð bóndi á Þverá i Blönduhlíð. Mar-
grét giftist Magnúsi Gíslasyni í Hofstaðaseii. Steinunn átti síra Pál Jónsson á
Höskuldsstöðum, og Björg varð seinni kona Níelsar kaupmanns Havsteens á
Hofsósi.
185