Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 194
SKAGFIRBINGABÓK
varð ég var við, að hann skipti skapi þau fjögur ár, er ég var hon-
um samtíða.
Eina kú átti hann, eins og fyrr segir. Hún var dálítið undarleg í
háttum. Bar aldrei á því, meðan hún gekk úti á sumrin, en þegar
farið var að gefa henni inni, kom í ljós, að hún tók aldrei strá
úr jötu, þótt það lægi fyrir henni, varð því að láta upp í hana hverja
tuggu, en þá tuggði hún hana og renndi niður á eðlilegan hátt. Ekki
man ég, hvað Jóhann sagði mér um það, hvenær hún hefði tekið upp
á þessu, en þá þrjá vetur, sem hann átti hana, eftir að ég kom að
Mýrakoti, lét hann hvert strá upp í hana kvölds og morgna. Hann
sagði mér, að reynt hefði verið hvað eftir annað að svelta kúna, en
það kom fyrir ekki, hún hreyfði ekki við fóðrinu. En væri hún mötuð,
mjólkaði hún í meðallagi.
Jóhann stundaði sjó, sérstaklega framan af búskaparárum sínum.
Róið var þá oft að nóttunni, einkum á haustin. Var þá oft erfitt um vik
að athafna sig í myrkrinu, en það fullyrtu menn, sem með honum
voru, að hann hefði gengið að öllu eins og bjartur dagur væri, og að
honum væri sú gáfa gefin að sjá jafn vel á nótt sem degi. Aldrei
vildi hann ræða um það, væri hann að spurður. — Sigríður kona hans
var myndarkona, vel gefin, hafði verið afburðadugleg á yngri árum,
skapstór, en góð við alla, sem minna máttu sín. Hún andaðist 1916, 71
árs að aldri.
Mýrakot er frekar landlítil jörð, engjaheyskapur heldur rýr, þó höfðu
þeir feðgar bætt þar dálítið um með áveitu. En heyin urðu oft af
skornum skammti. Varð því að nota beitina eins vel og hægt var. Sæmi-
leg vetrarbeit var í hólunum upp af bænum, en breitt mýrasund lá á
milli bæjar og hólanna og iagði þar oft mikinn snjó. Þeir tóku sig þá til
og hlóðu garð yfir mýrina um 60—70 metra langan, 60 sentimetra á
hæð og 30—40 sentimetra í þvermál að ofan. Stóð hann upp úr snjón-
um oftast nær eða alltaf, þegar beit hélzt í hólunum. Var gaman að
sjá féð raða sér upp á garðinn á leið í beitilandið.
Brokflói var í landi Mýrakots. Þegar hann fraus í hreinu, fórum við
stundum að yrja í flóanum. Var það gert á þann hátt, að skafið var
ofan af freðinni jörðinni með skóflu bæði strá og örsmátt hrís, sem óx í
192