Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 198
SKAGFIRBINGABÓK
mjög laghentur og smiður góður, þó hann lærði ekki til þess. Skíði
smíðaði hann mikið handa krökkum og gerði við eitt og annað
fyrir sveitunga sína. Hann var formaður á vélbátum útgerðarfélags-
ins (sjá síðar), fiskimaður góður og farsæll í starfi. Jóhannes bróðir
hans var vélamaður hjá honum, prúður maður, stór vexti og þrekinn,
vel séður af öllum, sem honum kynntust.
Jóhann Eggertsson í Ytra-Ósi var maður meðalhár á velli, léttur á
fæti, kátur og ræðinn og hafði gaman af að skemmta sér, en tækifærin
voru fá í þá daga. Hann stundaði ýmist sjó eða landbúnaðarstörf, var
oft í sendiferðum, greiðvikinn og fljótur til, ef eitthvað þurfti að rétta
hendi til eða hlaupa spotta. Fátækur var hann og oft þröngt í búi, en
það varpaði aldrei skugga á hans góða skap.
Jóhannes Jóhannesson á Vatnsenda var meðalmaður á vöxt, dagfars-
góður og traustur. Hann átti alltaf nokkrar kindur. Var það sérstakur
stofn, flestar eða allar golmóóttar. Fór hann vel með þær, og gáfu þær
góðan arð. Jóhannes var lengi formaður á árabátum, gætinn og veður-
glöggur. Eitt sinn lenti hann í hrakningum á sjó. Það var um vetur, og
minnir mig, að þeir væru fjórir á bátnum. Er þeir höfðu verið eitt-
hvað að reyna fyrir sér, rauk hann upp með norðaustan garð og snjó-
komu, svo vart varð við neitt ráðið. Ekki náðu þeir að komast í heima-
höfn og alls staðar ólendandi á ströndinni. Hleyptu þeir þá undan
veðrinu og náðu seinast landi við illan leik í Óslandskrók. Eitthvað
brotnaði báturinn, en allir komust lífs af. Ekkert fréttist af þeim fyrr
en á þriðja degi, er þeir komu heim. Þá var engin sími eða önnur
fréttaþjónusta. Voru allir mjög uggandi um þeirra hag. Eitthvað
meiddist Jóhannes í lendingunni, en náði sér þó aftur.
Jón Jónasson í Móhúsum var frekar hár maður vexti og svaraði sér
vel, skarpleitur og harðeygður. Hann var fátalaður, en hvassyrtur, leit-
aði lítið samfélags annarra, og lét fáa eiga hjá sér, ef á hann var ráðizt.
Hann stundaði sjó og fór jafnvel á vertíðir til ísafjarðar; kom hann
þá stundum með tros í tunnum, og skipti gjarnan á því við sveit-
unga sína fyrir aðra matvöru. Jón átti fjögurra manna far með feðg-
unum í Mýrakoti, og reru þeir oft á haustin frá Bæjarklettum.
Næsti bær norðan við Mýrakot var Mannskaðahóll. Þar bjuggu Jón
196