Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
vetur var hann afgreiðslumaður í verslunum, en undi ekki inniveru eftir
að dag tók að lengja á vorin. Einhverja vetrarparta vann hann á skatt-
stofunni á Egilsstöðum. Nokkur síðustu æviárin vann hann samfellt
innanhússvinnu sökum þess að heilsa hans leyfði ekki kulda, vos og
erfiði, sem oft er samfara vinnu utanhúss. Vann hann fyrst í nokkur ár
á verkstæði hjá byggingafélaginu Brúnási en seinustu árin í vöru-
skemmu K.H.B. á Egilsstöðum. Hann var orðinn mjög heilsuveill þegar
hann fékk starfið hjá kaupfélaginu og varð mjög feginn er honum
bauðst það. En að eðlisfari var hann mest gefinn fyrir útiveru og taldi
vegavinnusumurin á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum fyrir stríð, meðan
flest var unnið með handverkfærum, dýriegustu tímabil ævi sinnar.
Hann var í Eiðaskóla tvo vetur eftir fermingu, seinna einn vetur í
Samvinnuskólanum og annan á Den Internationale Höjskole í Hel-
singör í Danmörku. Hann kvæntist ekki né eignaðist börn og kom ekki
við sögu í félagsmálum; sagði á sinn hálfkæringslega hátt að það jafn-
gilti persónulegri móðgun að fara slíks á leit við sig; kerfið væri í sínum
augum leiðinleg ófreskja, sem hann vildi ekki fyrir nokkurn mun kynn-
ast umfram það sem óhjákvæmilegt væri. Yfirvöld kvaðst hann aðeins
viðurkenna af illri nauðsyn og engan guð vilja hafa yfir sér annan en
sólina. A svonefndum praktiskum efnum kvaðst hann alls engan áhuga
hafa, allra síst á fjármálum og tækni; hann kynni ekki að fylla út víxil-
eyðublað og vildi ekki læra það og treysti sér ekki til að eiga reiðhjól,
því þá yrði hann tilneyddur að læra að gera við það.
En þótt Kormákur temdi sér löngum kaldranalegt tal og kæruleysis-
lega framkomu var hann undir niðri ákaflega hrifnæmur og ævinlega
gagntekinn áhuga á einhverjum af mörgum hugðarefnum oínum. Um
langt árabil var það einkum tónlist. Þá safnaði hann hljómplötum og
lagði sig mest eftir frumstæðri og fágætri músik af ýmsum toga og úr
ólíkum heimshornum, eskimóasöng, afrískri trumbumúsik, þjóðlögum
frá Suður-Ameríku og Spáni, Gyðingasálmum, færeyskum dönsum og
íslenskum rímnastemmum. Ennfremur dáði hann nokkur tónverk eftir
Rimsky-Korsakov, Ravel, Berlioz, Debussy og einhver fleiri tónskáld af
suðrænum uppruna, hafði minni mætur á miðevrópskri tónlist, en ailra
minnstan þó á svonefndri poppmúsik. Á tímabili las hann allt sem hann
komst yfir um byggingarlist og skoðaði byggingar af miklum áhuga hvar
sem hann kom á ferðum sínum erlendis. Um skeið fékkst hann við að
mála, en lét fáa vita um það og eyðilagði myndir sínar þegar hann hætti
því. Fyrir tuttugu árum eða svo greip hann mikill áhugi á spænskri
tungu og menningu. Hann ferðaðist til Spánar sumar eftir sumar í