Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 24
22
MÚLAÞING
um haustið 1929. Það tókst líka, og þá fór hver til síns heima. Guðjón og
Guðrún hurfu til Reyðarfjarðar og dvöldu þar heima um veturinn.
En ekki sat Guðjón auðum höndum veturinn þann. Hann smíðaði
allar sperrur og máttarviði í þakið. Allt var heflað og vel merkt. Um
vorið voru þakviðirnir fluttir uppyfir — og mikið var gaman að vera
handlangari hjá gamla manninum þegar hann var að reisa sperrurnar og
raða saman. Allt féll eins og flís við rass þótt þakið væri margbrotið sem
sjá má á byggingunni.
Vorið 1930 var annars haldið áfram þar sem frá var horfíð um haustið.
Nú var steypuvinnan erfiðari. Ollu þurfti að lyfta, steypan handlönguð í
fötum mann frá manni frá hrærupallinum og upp í mótin. Byggingin
hækkaði jafnt og þétt, og þar kom að það borgaði sig að hala steypuna
upp með trissu. Notuð var einföld talía og það var svo þrælerfitt að hala
föturnar upp að eldri mennirnir gátu það tæpast. Hrærupallar voru
reyndar tveir, annar ofan við bygginguna, hinn fyrir neðan og notaðir á
víxl til þess að skemmra væri að bera. Oft voru menn þreyttir eftir
steypudaga.
Sementið var í þykkum strigapokum. Þeir voru blýþungir, langt yfir
50 kg og auk þess vont að taka á þeim. Venjan var að tveir tækju þá á
milli sín, nema þegar Einar Stefánsson frá Mýrum var í sementinu.
Hann var fílsterkur maður og lét sig ekki muna um að taka tvo poka,
sinn undir hvora hönd, og bera þá úr skúrnum og út á hrærupallinn, en
hann tók þá að vísu úr stæðum. Einar var mesta karlmenni og sterkast-
ur allra sem þarna voru. Eg minnist Einars með hlýjum hug allt frá
okkar fyrstu kynnum, og var hann einn af mínum bestu vinum alla tíð.
Þórarinn Stefánsson bróðir Einars var þarna við smíðar. Hann var um
þetta leyti að ljúka námi í húsgagnasmíði og varð skömmu síðar smíða-
kennari á Laugarvatni. Það varð lífsstarf hans. Þórarinn var sérstaklega
geðþekkur maður, skemmtilegur og hlýr í viðmóti, en ekki jafnoki Ein-
ars að líkamsburðum. Einhvern tíma um sumarið fór Þórarinn á
skemmtun upp í Fljótsdal. Guðjóni þótti hann heldur daufur í dálkinn
næsta dag, gýtur þá augum upp á hann og segir:
Þá er að tala um Þórarin,
það er halur fríður,
heflar fjalir harðsnúinn,
hjartakvtilir líður.
Við skólabygginguna var smiður að nafni Methúsalem Sigfússon. Var
hann nýhættur búskap á Skeggjastöðum á Jökuldal og hafði flutt með