Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 201
MÚLAÞING
197
§ 14.
Korn það er tilleggst eður skilast úr láni skal vera óvatnsgengið og vel
þurrt svo það ei motti þó lengi geymist. Smjörið hreint, vel verkað og
staðið svo það ei skemmist í geymslunni þótt nokkur ár geymt sé.
§ 15.
Reynist það, að safnið ætli fyrir of langa geymslu skemmdum að
taka, hvar yfir forstjórunum ber að hafa vakandi auga, skulu þeir, að
svo miklu leyti sem það er fyrir skemmduin liggur ekki með útláni
uppyngist, hafa tilhlutan um að um sé skipt og skulu þeir af félagsins
búföstu limum, sem helst hafa efni á því, vera fúsir og reiðubúnir þar
til, nær forstjórarnir þess óska.
II. KAPÍTULI
Um safnsins útlán
§ 1.
Félagsins búföstu limir skulu hafa hinn fyrsta rétt til láns af safninu,
sem eftir því er stór til sem hvör hefur mikið tillagt, þó skal meðfram
hafa tillit til ásigkomulags hvörs fyrir sig og aðgætast fólks og ómaga-
fjöldi, skaðatilfelli, hjálpargripamissir og svo fr. v., hins sama réttar
njóta og ekkjur þeirra meðan þær halda við bú, einnin börn meðan þau
hafa félagsbú á sömu jörðu, en aðskilji þau þá ei framar en þau eftir
eigin forþénustu við félagið hafa verðskuldað; öðrum sveitarinnar inn-
byggjendum, sem ei eru í félaginu, má að sönnu lánast, einkum ef þeir
hafa sveitlæga skylduómaga fram að færa, þó ei annars en félagsins
limir fái fyrst það þeir við þurfa, en þeir af óviðkomandi, sem af félags-
ins matsafni taka lán, skyldast síðan, nær þeir hafa efni til, að votta
þakklátsemi sína við félagið með því að gjörast limir þess og leggja í
safnið.
§2.
Þeir af félagsins limum, sem flytja kynnu búferlum úr sveitinni, hafa
og hinn sama rétt til láns, ef þeir framvegis vilja og geta vegna fjarlægð-
ar verið í félaginu, en geti þeir ekki er best þeir selji einhvörjum í
sveitinni þá tiltölu, er þeir áttu til lánsins, og tilskyldast þá, sá er að
þeim keypti, að verða félagsins meðlimur, en fái sá burtu flytur engan
til að kaupa sinn rétt skulu forstjórarnir, hafí hann með drjúgu tillagi
gjört félaginu stóra þénustu, umgangast við það, að það smámsaman