Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 199
MULAÞING
195
afselji sinn eignarrétt og það tillagða megi ei afturkallast af sjálfum
þeim né erfingjum þeirra öðruvísfi] en síðar greint verður.
§6.
Af félagsins búföstu limum skulu útveljast þrír þeir skynsömustu og
hentugustu til að vera félagsins forstjórar, sem hafi umönnun yfir öllum
þess nauðsynjum og magt að tilskipa því er með þarf félaginu til besta.
§ 7.
Upp á félagsins kostnað skulu þeir innrétta protokoll, hvörn þeir af
Héraðsins sýslumanni skulu fá gegnum dreginn og forsiglaðan, í hann
skal innfærast félagsins samþykktir, inntekt og útgift, útlán og lánskil
ásamt ári og degi nær hvör einn inngengur í félagið, útbetalar sitt tillag,
úttekur lán eður aftur skilar, og skal hér til útveljast hinn hentugasti af
forstjórunum, sem undir eins sé félagsins bókhaldari og fái þar fyrir
tilhlýðilega þóknun af félaginu vilji hann það ei kauplaust á hendur
takast.
§ 8.
Forstjórarnir skulu hafa nákvæma tilsjón yfir að félagsins safn sé
forsvaranlega geymt á þeim stöðum, er félagið útvelur þar til, og upp á
félagsins kostnað sjá fyrir nauðsynlegum og góðum ílátum til að geyma
í; skulu þeir bóka það, er félaginu gefst af peningum eða kaupstaðar-
innleggi, svo vel hér til sem til matarkaupa eður annarra nauðsynlegra
útgifta eftir ásigkomulagi og þörfum.
§9.
Forstjórarnir einir skulu hafa myndugleika til að ákvarða hvað mikið
hvörjum má lánast, eftir safnsins og þeirra ásigkomulagi er láns æskja,
en þurfi einhvör af sjálfum forstjórunum lán að taka skulu hinir 2
ákvarða upphæð þess eftir því sem síðar greint verður, og skulu þeir
gefa þeim, er lán tekur, seðil upp á hvað mikið honum lánað sé, hvörn
hann afhendir safngeymaranum, en safngeymarinn aftur bókhaldaran-
um, sem seðilinn geymir og eftir honum innfærir datum og upphæð
lánsins í protokollinn, og þénar seðifi þessi, nær hann er safngeymar-
anum afhentur, til bevísingar um úttöku lánsins á mót hvörju sá lánið
tók kann ei síðar að ganga; sé nú einhvör af forstjórunum undir eins
safngeymari, sem vera má ef þörf gjörist, tekur sá af þeim mót seðlin-
um, sem geymir þá tegund safnsins, sem af er lánað, og höndlar hann