Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 204
200'
MÚLAÞING
síðar kennari við Bessastaðaskóla. Hann gerist prestur á Hólmum í
Reyðarfirði 1807 en fær Vallanes 1821, lengi prófastur í Suður-Múla-
sýslu. Hér af sést að Guttormur Pálsson hefur ekki lengi verið riðinn við
félagsskap þennan þótt hann undirriti samþykktir hans.
Eru þá upptaldir „félagsins fyrstu höfundar" og þar með þeir sem
skrifa aðeins upphafsstaf skírnarnafna sinna að sið heldri manna. Ekki
verður sagt að þeir spanni vítt um Fljótsdal og skyldleiki og vensl eru
áberandi innan hópsins.
Þá er komið að þeim félagsins limum sem eru „síðar viðbættir“. Ég
mun gera gleggri grein fyrir þeim ýmsum, einkum sökum þess að þeir
eru minna þekktir í samtíð og sögu en fólk það er að framan greinir, en
um það hefur verið margt skrifað enda þjóðkunnir menn sumir hverjir.
Hér verða fyrir okkur alnafnar, Þorsteinar Jónssynir. I manntalið
1801 eru skráðir tveir bændur með þessu nafni.
Þorsteinn Jónsson á Melum (1826) ættfaðir Melaættarinnar, 64 ára.
Hér ber aldri hans ekki fyllilega saman við það sem segir í Ætturn
AustfirSinga en þar er hann talinn fæddur um 1734 og ætti eftir því að
vera kringum 67 ára aldur. Hann býr með síðari konu sinni, Solveigu
Pálsdóttur bónda á Melum Jónssonar. Börn þeirra hjóna eru átta, á
aldrinum 5-22ja ára. Þar er og til heimilis móðir Solveigar húsfreyju,
Margrét Jónsdóttir ekkja 78 ára, áður húsfreyja á Melum. Hér eru engin
vinnuhjú nema þau af börnum hjónanna sem komin eru til þroska.
Þorsteinn Jónsson á Egilsstöðum (1737) 31 árs, bróðursonur Þor-
steins á Melum. Kona hans, Kristín Sveinsdóttir, er 25 ára. Ekki er
þetta mannmargt heimili. Þarna er dóttir þeirra hjóna tveggja ára Ingi-
björg að nafni, móðir Þorsteins Gróa Erlendsdóttir (11157), ekkja 61 árs
og bróðir hans, Þorvaldur 25 ára. Þessi hjón eignuðust átta börn, er
Ættir Austfirðinga nafngreina og er Ingibjörg elst þeirra.
Skúli Jónsson á Víðivöllum ytri (6986) 50 ára. Kona hans er Kristín
Asmundsdóttir 37 ára. Börn þeirra eru fimm, það elsta 15 ára, hið
yngsta á öðru ári. Þarna er einnig í heimili móðir Skúla Hólmfríður
Sigfúsdóttir, ekkja 71 árs og systkini hans tvö, Einar og Sólrún, 38 og 26
ára. I Ætturn Austfirðinga er Skúli sagður búa í Bessastaðagerði góðu
búi og ekki nefnd önnur búseta hans. Að líkum hefur hann því ekki
búið lengi á Víðivöllum. I Ættunum er ekki nefnt barn það sem skráð er
eins árs í manntalinu, dóttir er Kristín hefur heitið. Sennilega hefur hún
ekki orðið langlíf. Hins vegar er þess getið að Skúli sonur þessara hjóna
hafi verið blindur alla ævi og Hólmfríður dóttir þeirra „aumingi“ eins og
það er orðað.