Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 111
MULAÞING
107
menntakennsla hefur farið mjög vaxandi síðan þetta var ritað, en flest
annað er í fullu gildi).
Raunar er orðið nokkuð langt síðan að ljóst var, að skóli sá, er átti að
anna kennsluþörf 70 nemenda í 8 bekkjardeildum miðað við þær kröf-
ur, sem gerðar voru til slíks húsnæðis 1965, gat ekki sökum ónógs rýmis
sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Arið 1974, hinn 21. maí, er eftirfarandi
bókað á fundi hreppsnefndar: ,,Rætt var um framtíðarskipan skólamála
í hreppnum með hliðsjón af nýsamþykktum lögum um grunnskóla.
Samþykkt var:
A. Að hefja nú þegar undirbúning að stækkun skólahússins er svari
þeim kröfum er grunnskólalögin gera ráð fyrir.
B. Að hefja nú þegar undirbúning að byggingu skólastjórabústaðar.
C. Að gera umhverfi skólans þannig að það hæfi sem útivistarsvæði
nemenda í frítímum og til útiíþróttaiðkana.“
Þeim hluta samþykktarinnar, sem merktur er með þókstafnum A, hef-
ur verið haldið til streitu af sveitarstjórn, B-liðurinn hefur ekki komizt
lengra en á síður gjörðabókar hennar, en C-liðnum hefur að nokkru
verið framfylgt.
Hinn 6. maí 1976 sitja hreppsnefnd og byggingarnefnd saman á fundi
í Grunnskólanum. Þar er eftirfarandi m. a. bókað í gjörðabók hrepps-
nefndar: „Fyrir fundinum lágu tillögur að skipulagi á skólalóðinni með
viðbyggingu (m), sundlaug, sparkvelli og íþróttahúsi merktar með bók-
stöfunum A, B, C, D, — hannaðar af dr. Magga Jónssyni arkitekt skv.
beiðni hreppsnefndar. Miklar umræður urðu um tillögurnar sérstaklega
þær, sem merktar voru með bókstöfunum C og D. Samþykkt var vegna
aðkallandi þarfar á að hefjast handa við byggingu og staðsetningu sund-
laugar, að staðsetja hana skv. tillögu merktri C, en önnur atriði voru
látin bíða afgreiðslu m. a. vegna þess að ekki hafði verið fjallað um
tillögurnar í skólanefnd.“
Þann 15. ágúst 1978 samþykkir sveitarstjórn svo að sækja um kr.
20.000.000 (200 þúsund nýkrónur) á fjárveitingu Alþingis fyrir næsta
ár, enda sé gert ráð fyrir jafnháu framlagi á fjárhagsáætlun sveitarsjóðs
fyrir árið 1979. Overuleg fjárveiting — 5.000 nýkr. — fékkst til verksins
það ár og sama upphæð (óhreyfð) 1980. Hins vegar hefur ríkissjóður á
þessu ári (1981) tekið þátt í helmingi kostnaðar við byggingu sundlaugar
á skólalóðinni, en hún er reist sem skólamannvirki. Verður nánar vikið
að henni undir liðnum „Sundkennsla skólabarna.“