Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 53
MÚLAÞING
49
an voru blöð fest neðan á loft og á veggi yfír tunnum og keröldum.
Þegar þessu var lokið, voru keröldin og stór kaggi vandlega þvegin úr
sjóðandi vatni í kjallaranum. Síðan voru hrein matarílátin borin aftur
niður í kjaUarann, tilbúin til að taka á móti matvælum (skyri, smjöri og
ostum), sem gerð voru úr málnytu kvíaánna og kúnna að sumrinu.
Næstnyrzta húsalengjan
Þriðju húsalengjuna frá suðri mynduðu aðeins tvö, alllöng hús með
þykkum torfvegg á milli. Austara húsið var hlaða, sem kölluð var Kúa-
hlaða, af því að hún hafði að geyma fóður kúnna, töðuna af túninu.
Hlöðuþilið fram á hlaðið náði ekki alveg niður að bæjarstétt eins og hin
bæjarþilin, heldur var grjótveggur, rúmlega alin á hæð, undir þilinu.
Hlaðan var talsvert niðurgrafín. Dyr voru á miðju hlöðuþilinu og gluggi
fyrir ofan þær. Vindauga (baggagat) var á hlöðuþekju að norðan, og
þurfti að láta þar inn töðubaggana, þegar hækka tók í hlöðunni á sumr-
in.
Vestan hlöðunnar var eldhúsið, sem var alUangt. Þar voru nokkrir
birkiraftar í risi, sýnilega mjög gamlir. Þrennar hlóðir voru samhliða við
vesturstafn. Var nokkurt bil frá vegg að hlóðum, og stórar hellur voru
reistar upp aftan hlóða; hvort tveggja haft þannig til að gera eldhættu
minni. Þarna var slátur soðið á haustin í stórum pottum og mjólk flóuð
til skyrgerðar á sumrin. Þar var og þvottur þveginn og soðinn.
Hór hékk úr risi yfir syðstu hlóðunum. Mun hann ekki hafa verið
mikið notaður, eftir að eldavélin kom árið 1892, og síðar niður tekinn.
Sunnan hlóða stóð vatnstunna við stafninn, og var í hana rennt bæjar-
vatninu utan frá eftir trérennu (timburstokk), sem lá gegnum vegginn.
Þurfti því ekki að bera vatnið inn bæjardyr og göng. Renna þessi bilaði
á seinni árum, og eftir það var vatnið borið í bæinn.
Eldiviður, tað og svörður, var geymdur í fremri (austari) hluta eld-
hússins, við norðurvegg. Var sauðataðið borið þangað inn á haustin og
hlaðið upp í stóra hlaða, en sverðinum (mónum) var ekið heim í pokum
á sleða á vetrum.
Nær þvergangi, við austurstafn eldhússins stóð kvarnarstokkurinn
með handkvörnum í. Þar var á veturna malaður rúgur og stundum grjón
með handaflinu einu, þegar vatn þraut í Myllulæknum. Eftir að hætt var
að nota kvörnina, hvarf hún þaðan, en þar sem kvarnarstokkurinn hafði
áður staðið, var sett vatnstunna.
Við norðurvegg, vestan eldiviðarhlaða, stóðu tvær tunnur. I annarri
Múlaþing 4