Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 183
MULAÞING
179
og bergkrystallar hafa einnig þvegist þar út við veðrun hólanna. Að
sjálfsögðu eru hér líparítflögur innan um blágrýtismassann, silfurberg
og dendríta má einnig finna á stöku stað. Kannske er gróðurinn það
skemmtilegasta hér og sem dæmi má nefna að sauðamergurinn myndar
þykkt teppi í lautum hólanna og óvenjulega stórvaxinn einir vex neðst í
brekkunni við Kálfavellina. I Jarðfallshólunum eru margar djúpar lautir
með margvíslegum gróðri og jafnvel smátjörnum og sérstaklega er gam-
an að fylgja smálæk, er kemur upp ofarlega í hólunum og liðast niður
milli kafgróinna bakka. Berjaland er hér mjög mikið. Hinum megin við
Gilsána er Sandfellið með brattar líparítskriður, 1063 og 1116 metrar á
hæð, og sunnar og austar á því er þriðji tindurinn, 1157 m. Innst á
götuslóðanum í hólunum skiptir algerlega um sjónarsvið, við sjáum yfir
Hjálpleysuvatnið og víðáttumiklar eyrar innan þess, svo þrengist dalur-
inn og gróðurlausar skriður ná niður að eyrunum. Virðist maður koma
hér skyndilega úr gróðursæld í ördeyðu. Eyrarnar mjókka inn í mjög
þrönga, krappa og djúpa V-laga dalskoru. Vinstra megin við hana er
Kistufell með tinda sína tvo, 1231 m og 1239 m á hæð, og eru þeir hæstu
tindar norðan Þrándarjökuls, en hægra megin (sunnan við Hjálpleys-
una) er svo Botnatindurinn 1163 m og bak við hann Skúmhöttur 1229 m.
Því má skjóta hér inn að sunnan Sandfells, milli þess og Skúmhattar,
gengur inn feikna þröng og djúp dalskora er nefnist Ofærudalur, en nær
þó alls ekki gegnum fjöllin. Má til sanns vegar færa að nöfn dalanna
báðum megin Sandfells beri hrikaleikanum vitni svo og hvernig smöl-
um fyrri tíðar hefur litist á aðstæðurnar. En hverfum nú aftur á götu-
slóðann við vatnið og höldum áfram ferðinni inn á eyrarnar.
Rétt innan við jaðar hólanna kemur lítil á niður úr fjallinu og lætur
fremur hátt í henni þar sem hún steypist niður úr snarbrattri hlíðinni.
Litlu innar kemur önnur á niður og heita báðar þessar ár Glymjanda-
dalsár eftir straumklið sínum og fossaföllum, en þær koma úr hallandi
hvolfskál milli Klettafjalla og Kistufells. Hafa þær myndað nyrsta hluta
eyranna og má þar finna margar tegundir íslenskra eðalsteina og berg-
mola frá ýmsum tímum í byggingarsögu fjallsins. Við innri ána er dálítið
klettabelti rétt ofan við eyrarnar. I því er hellir og hlaðið fyrir hann að
nokkru. Þar á að hafa dvalið sakamaðurinn Valtýr á grænni treyju og
ílúði þangað eftir að hafa myrt til fjár Símon sendimann Péturs sýslu-
manns á Ketilsstöðum (Þjs. J. A. o. fl.). Hellirinn nefnist Valtýshellir.
Augljóst er, að hann hefur jafnan verið byrgi smalamanna. Nú liggur
leiðin inn eyrarnar og hafa þar að líkindum verið Lambavellir, þótt
framburður Lambavallaár og skriðurennsli sitt hvorum megin frá hafi