Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 108
104
MÚLAÞING
Börn frá Löndum gengu daglega í skólann, nema þegar veður haml-
aði og var það svo alveg fram um 1960. Eftir það komu börn af sveitar-
bæjunum ýmist gangandi í skóla eða þeim var ekið. Þó kemst regluleg-
ur skólaakstur ekki á fyrr en um 1975. (S. J.).
Það er eins og áður segir árið 1939 að Runólfur Einarsson er skipaður
kennari (og skólastjóri) við skólann og gegndi hann því starfi til vorsins
1964. Mörg þessara ára vann hann einn að starfinu, en önnur voru
fengnir stundakennarar til að létta undir með honum. Mun ég nú gera
grein fyrir þeim. Auk þess að vera prófdómari 1934—1966 mun Sigur-
björn Guttormsson hafa innt af höndum forfallakennslu og ennfremur
stundakennslu annað slagið. 22. nóv. 1956 ræðst Víðir Friðgeirsson til
kennslu með Runólfi. Árið eftir er systir Víðis, Guðríður Friðgeirsdótt-
ir, ráðin og kennir það ár og auk þess frá jan. 1959 til skólaloka og
einnig veturinn 1962-1963, en Jón Bjarnason kenndi frá 27. okt. til
jólaleyfis 1958. Veturinn 1959-1960 kennir Hjördís Stefánsdóttir frá
jan. til skólaloka. Auk þess að kenna að hluta bóklegar greinar kenndu
sumir ofangreindra kennara (og fleiri) verklegar greinar og leikfimi, en
nánar verður vikið að því síðar.
IV.
Nýi skólinn
Fljótlega eftir að eldri skólinn tók til starfa mun hafa komið í ljós, að
þörf væri á auknu kennslurými bæði til bóklegra og verklegra greina.
Mun skortur á húsnæði m. a. hafa valdið því, að ekki var aukið við
starfslið skólans fyrr en raun varð á. Uppi munu hafa verið raddir um að
breyta húsnæðinu og fjölga með því kennslustofum. Aldrei var þó gerð
alvara úr því m. a. vegna þess, að þá munu menn hafa séð, að gildi
hússins sem samkomustaðar hefði rýrnað verulega.
Endanleg ákvörðun um hvernig staðið skyldi að aukningu kennslu-
rýmis virðist mér hafa verið tekin á fundi hreppsnefndar Stöðvarhrepps
14. nóv. 1959. I gjörðabók hreppsnefndar segir svo: „Fyrir lá að ræða
um breytingu á gamla skólahúsi hreppsins, eða byggingu á nýju húsi.
Eftir að hafa athugað teikningar sem fyrir lágu af skólahúsum ályktaði
hreppsnefndin að réttara mundi vera að byggja nýtt hús, þar sem gamli
skólinn væri jafnframt skólastarfínu notaður sem samkomuhús, enda
orðið of lítið að hafa eina kennslustofu til afnota fyrir skólastarfið og var
oddvita Stöðvarhrepps, formanni skólanefndar og skólastjóra falið að
athuga málið nánar.“