Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 63
MULAÞING
59
vinkilbeygja á veginum. Er hann því mjög varasamur í dimmviðri. Ætlar
Arni nú að taka stefnu á Tjarnarás, sem er á háheiði. Hann hefur engin
kennileiti til að styðjast við og sér ekkert frá sér. Er hann hefur gengið
það lengi, að hann hefði átt að vera kominn á Tjarnarás, verður hann
þess var að hann er búinn að tapa réttum áttum og er orðinn villtur.
Alltaf er sama logndrífan og komin hnéófærð. Ætlar hann þá að taka
slóðina sína til baka, en er hann hefur gengið smáspöl er slóðin horfin.
Heldur hann nú áfram göngunni lengi án þess að vita hvert stefnir og
alltaf helst sama veðrið. Stansar hann loks og fer að hugsa um í hvert
óefni sé komið.
Þegar Árni lagði af stað heiman frá sér daginn áður hafði hann lokað
hundinn sinn, Bobba, inni en hann hafði sloppið út og náð honum fljótt.
Bobbi hafði alltaf labbað á eftir honum til þessa. Nú þegar Árni er
stansaður, villtur og farinn að þreytast, verður honum það fyrir að hann
fer að klappa Bobba og tala við hann eins og mann, segir honum meðal
annars að nú verði hann að fara á undan sér heim; og það er engu líkara
en Bobbi skilji hvað hann á að gera. Árni segir við hann og klappar
honum um leið: ,,Nú förum við á stað heim og þú ferð á undan.“
Bobbi labbar þegar á stað og fer nú alveg í vinkil við það sem Árni
hafði farið áður. Fer hann nú í slóðina á eftir Bobba, en svo var dimmt
að hann sá ekki alltaf til hans og var hræddur um að tapa af honum.
Kallaði hann stundum til hundsins en hann kom aldrei til baka, bara
gelti við og við. Svona halda þeir lengi áfram þangað til fyrir þeim
verður árgil. Fer Bobbi ofan í gilið, en Árni heldur að betra muni að
ganga niður með gilinu hægra megin. Kallar hann nú á Bobba, hann er
tregur til að koma upp úr gilinu en gerir það að lokum. En nú bregður
svo við, að hann vill ekki fara á undan lengur. Fer nú Árni niður með
gilinu og gengur það vel, en veit ekkert hvar hann er fyrr en hann er
kominn niður á sléttlendi. Var þar dálítið bjartara. Höfðu þeir hitt á
Forviðará uppi í samnefndum dal og farið með henni niður í Víðigróf.
Þegar Árni sér hvar hann er staddur þakkar hann forsjóninni fyrir
hve vel rættist úr með þessa erfiðu ferð. Er hann nú sem allur annar
maður, klappar sínum trygga hundi, Bobba, og gengur hægt á stað út
dalinn. Finnur hann nú að hann er orðinn sársvangur og þreyttur, en
hann hafði verið nestislaus, og komið kvöld. Gengur hann nú út dalinn
og heim að Vatnsskógum. Þarf ekki að orðlengja það að hann fékk þar
hinar bestu móttökur og gisti þar um nóttina.
Morguninn eftir var kominn norðaustan bylur og frost en ratbjart.
Árni kom við í Hjarðarhlíð hjá Bergþóri Bjarnasyni, stansaði þar góða