Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 189
MULAÞING
185
Árið sem Hovdenak ferðaðist um fjallvegina hér eystra og skoðaði
ósinn gerðist sá sögulegi atburður að Páll Vigfússon á Hallormsstað
stofnaði blaðið Austra og gaf út á Seyðisfirði. Þar er auðvitað getið
þeirra tíðinda sem koma þessa norska verkfræðings var og rannsókna
hans.
Næst gerist það á meðgöngutíma þessa hugarfósturs, að maður nokk-
ur skrifar æðiskelegga grein í Austra og birtist hún í blaðinu 11. mars
1886 (3. árg. nr. 6). Hann skrifar undir dulnefninu Dalbúi, og ekki hef
ég hugmynd um hver hann er. Líklegt þó eftir greininni að dæma, að
Héraðsmaður sé, og dulnefnið bendir upp í dali á Héraði, helst Skriðdal
eða Fljótsdal. Þrátt fyrir sérstöðu Skriðdælinga í verslun sýnist mér
séra Páll í Þingmúla líklegastur til að hafa skrifað þetta.
Þar sem hér virðist vera á ferðinni fyrsta hugmynd að vegi yfir Fagra-
dal er rétt að birta glefsur úr greininni. Hún hefst á almennum orðum
um þörf fyrir góða vegi, og „undir góðum samgöngum er framför okkar
og velmegun að miklu leyti komin. Að minni hyggju er það einkum fernt
[heldur hann áfram] sem tálmar framför okkar í þessu efni: fjöllin,
strjálbyggðin, peningaskorturinn og fyrirhyggjuleysið, og ætla ég að
fara nokkrum orðum um hvert þeirra.“ — Það gerir Dalbúi og skiptir
þessari sex dálka grein samkvæmt því í fernt.
Um fjöllin segir hann m. a.:
,,Há brött og fannsæl fjöll liggja næstum alstaðar milli Héraðs og
Fjarða. Eptir skýrslu Hovdenaks, er áður er nefnd, má sjá að honum
eru aðeins kunnir hinir verstu fjallgarðar frá Héraðsflóa til Eskifjarðar.
Hovdenak mun fyrstur manna hafa litið þekkjandi augum yfir Austur-
land það er til vegalagninga kemur. Því miður hefur honum ekki verið
bent lengra suður á leið, og hefur þó náttúran þar á einum stað rofið
hina háu fjallgirðingu og fram boðið þar auðveldan og hættulausan veg
og er furða að sú leið skuli enn ekki hafa verið vandlega skoðuð. Eg
efast ekki um að Hovdenak hefði þóst finna það sem hann leitaði að ef
hann hefði farið um Fagradal. Flestum hér eystra mun kunnugt, að
Fagridalur sker fjöllin sundur frá botni Reyðarfjarðar að Lagarfljóti og
það svo djúpt að hvergi er halli að mun. Líka er alkunnugt hversu háar
fannsælar og hættulegar Vestdalsheiði og Fjarðarheiði eru. Er fjarska
mikill munur á brattleika þeirra og Fagradals, auk snjóa og hættu.
Fagridalur er auður þegar ekki sést á dökkan díl á vegum þessara háu
heiða. Vegurinn yfir Vestdalsheiði mundi kafinn snjó og ófærð þegar
fara mætti auðan og þurran veg yfir Fagradal."
Síðan gerir hann samanburð á halla, þ. e. bratta leiðanna, annars