Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 122
118
MÚLAÞING
og fjögur kvöld voru kvikmyndir sýndar. Var þá boðið börnum sem ekki
eru komin á skólaaldur. Ætlunin er að á næsta skólaári taki nemendur
sjálfir kvikmyndir úr atvinnu- og skólalífi. Skipverjar á Kambaröst SU
200 eru nú að taka kvikmynd fyrir skólann af líflnu um borð. 4. jan. var
grímuball að vanda. Þátttaka var góð. Ein fjallganga var farin. 5.-8.
bekkur gekk upp á svonefnt Eyrarskarð. Ferðin tók 3 klukkustundir.“
Lítillega er drepið á skák hér að framan. Mörg seinni árin hefur verið
teflt allmikið, en þó misjafnlega eftir árum. 1973 gaf Kaupfélag Stöð-
flrðinga bikar, er veittur yrði til varðveizlu eitt ár í senn þeim nemanda,
er ynni skólameistaratitil í skák. Hafa eftirtaldir orðið skólaskákmeist-
arar: 1973: Jón Ben Sveinsson, 1974: Orvar Armannsson, 1979: Páll
Björnsson, 1980 og 1981: Stefán Guðjónsson. Einnig má geta þess, að
Stefán varð Austurlandsmeistari í skák — yngri flokki — árið 1979.
Stórt veggtafl og taflmenn voru smíðaðir af kennurum skólans 1979 og
hefur það nokkuð verið notað til skákskýringa og -kennslu. Nokkrum
sinnum hafa stöðfirzkir nemendur att kappi við jafnaldra sína á
Fáskrúðsfirði á undanförnum árum í 10-12 manna flokkum og jafnan
sigrað með allmiklum yfirburðum.
Vorið 1977 fóru nemendur í 5. og 6. bekk að hvíslast á um það að
reyna að leggja sitt af mörkum í ferðasjóð nemenda. Utkoman af þessu
pukri varð sú, að ráðizt var í að gefa út skólablað — að öllu leyti unnið
af þeim — utan þess að kennarar önnuðust vélritun og fjölföldun. Kom
blaðið út í tæplega 100 eintökum og seldist vel. Hlaut það nafnið ,,Sitt
af hverju tagiíl. Síðan 1977 hefur það komið út á hverju vori (utan 1981)
en nánar er sagt frá tilhögun útgáfunnar í grein Sólmundar Jónssonar
og Guðmundar Björnssonar hér að framan.
XI.
Tónlistarkennsla
Áður er lítillega vikið að því að Björn Jónsson lét nemendur sína syngja.
Svo mun trúlega verið hafa um fleiri. Ekki dettur mér í hug að flokka
slíkt undir tónlistarkennslu í þeim skilningi, sem í það orð er lagður nú í
dag. Þó finnst mér að segja megi að ekki sé fjarri lagi að segja að það
hafi verið fyrsti vísir að söngnámi, sem í dag er fastur liður á námsskrá
grunnskólanema. (Stjórnartíð. B, nr. 173/1979).
En fleiri en Björn Jónsson hafa hér lagt hönd á plóginn. Guttormur
Þorsteinsson bóndi í Löndum, sem verið hefur kirkjuorganisti á Stöðv-