Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 187
MULAÞING
183
til Seyðisfjarðar og voru víst allir sammála um að hentugra væri að
sækja þangað. A Seyðisfjörð var sem kunnugt er yfir tvær heiðar að
fara, Fjarðarheiði af Upphéraði og Vestdalsheiði af Othéraði. Hovdenak
taldi hiklaust að leggja bæri aðra leiðina niður til að dreifa ekki afar
takmörkuðu vegafé á tvo fjallvegi með skömmu miUibili. Hann reyndi
því fyrst af öllu að finna eina leið sem hentaði öllu Héraðinu, og hann
miðaði tillögur sínar við akbraut. Eftir samanburð á heiðunum tveim
lagði hann til að væntanlegur vegur yrði lagður yfír Vestdalsheiði og
Hálsa niður í Tókastaði. Hann telur Vestdalsheiði og Hálsa hafa allan
vinning fram yfir Fjarðarheiðina. Heiðin heldur lægri, vegarstæði betra
fyrir hallalitla akbraut og háheiðin skemmri, ,,þar sem Vestdalsheiði
liggur meir en 300 faðma1 hátt á ekki lengra svæði en 1060 föðmum,
liggur Fjarðarheiði enn hærra á svæði sem er 3930 faðma langt.“ Þetta
hafi mikið gildi gagnvart snjóþyngslum. Einnig bendir hann á að
skemmsta leiðin milli byggða á Héraði og Seyðisfirði sé milli Vestdals-
eyrar (þar var þá verslunarstaður) og Tókastaða. Yfir Fjarðarheiði
12.470 faðmar, yfir Vestdalsheiði og Gilsárdal (þar sem heiðarvegurinn
og kaupstaðarleið af Uthéraði lá) að Gilsárteigi 12.900 faðmar, en um
Vestdalsheiði og Hálsa 11.420 faðmar. Síðan telur hann eðlilegt að
vegur liggi frá Tókastöðum niður að fljóti við Breiðavað og þar verði
ferjustaður. Hann gerir því skóna að gufubátur komi þá, þegar vegur sé
kominn þessa leið, á fljótið — og „ef gufubátur kæmist á, mundu líka
einhverjir framkvæmdamenn sjá um að þeir, sem notuðu gufubátinn,
þyrftu ekki að fara til Seyðisfjarðar til að versla."
Hovdenak líst illa á hugmyndina um höfn við Lagarfljótsós: ,,Eg hef
skoðað hvernig til hagar við fljótsmynnið og séð að það er fjarska mikið
og kostnaðarsamt verk að gera skipgöngu um mynnið óhulta.“ Einnig
telur hann að verslunarstaður við ósinn sé verr valinn en á Seyðisfirði
,,þar sem mikill sjávarútvegur og verslun er.“
Eskifjarðarheiði dæmir hann úr leik.
Hovdenak hafði að sjálfsögðu kunnuga leiðsögumenn um þessar
fjallaleiðir sem hann skoðaði, Vestdalsheiði, Fjarðarheiði og Eskifjarð-
arheiði. Sjálfsagt hefur það verið Einar Thorlacius sýslumaður á Seyð-
isfirði, sem hafði aðalveg og vanda af verkfræðingnum.
I bókinni Orð skulu standa eftir Jón Helgason, ævisögu Páls Jóns-
sonar vegfræðings, er sagt frá vegargerð á Vestdalsheiði í umsjá Páls,
og árin 1882-1885 veitir Alþingi nokkurt fé til vegagerðar þar. Eg sem
þetta skrifa hef aldrei farið yfir heiðina, en þar mun enn sýnilegur
1 Einn faðmur tæpir tveir metrar (1,88).