Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 182
178
MULAÞING
inn í Hjálpleysu og leggjum upp frá Héraði einmitt f'rá samgöngumið-
stöð héraðsins — Egilsstöðum. Við fáum bíl með okkur inn að Gilsá,
sem áður var nefnd, og eru þangað 15-16 km.
Gangan hefst á veginum skammt innan við túnið á bænum Grófar-
gerði og utan við Gilsárgljúfrið, en við förum ekki yfir hina veglegu brú
er spannar það nú. Leiðin liggur upp mýrahöll með lágum móabörðum
og smámelum í milli. Fljótlega sjáum við grænleita þúst á einu móa-
barðinu og þegar að henni kemur, finnum við vaUgrónar tættur hins
forna býlis, Hátúna, en sagan segir að þar hafi verið 18 hurðir á járnum.
Fyrir aldamót fannst sverð í Hátúnarústum og voru smíðaðir úr því
skaflar á skeifur og torfljár. Bjarni Jónsson frá Grófargerði, móðurbróð-
ir undirritaðs, mundi eftir ljánum. Skammt innan við tætturnar komum
við að gömlum vörslugarði, sem er frá 19. öldinni, nær frá barmi Gilsár-
gljúfurs norður fyrir Hátún og er aUs u. þ. b. þrír kílómetrar að lengd.
Snertispöl þaðan fellur dálítill lækur frá Hettinum, sem hér gnæfir yfir
okkur. Lækurinn hverfur ofan í Gilsárgljúfrið og á að giska 100 metrum
innar kemur annar smálækur úr hlíðinni samhliða hinum. Nefnast þeir
Ytri- og Innri-Svuntulækur en spildan miUi þeirra Svunta. Einhver mun
kannske fremur vilja fylgja barmi Gilsárgljúfurs þarna inneftir, njóta
myndauðgi þess og skjótast niður í staUa til að gá að fjölbreyttum
gróðri, sem þar sprettur í algerri friðun (sigurskúfur og bládepla), en
slíkt tefur tímann — og mun ekki veita af honum síðar við skoðun í
sjálfri Hjálpleysunni. Við fylgjum götuslóðum frá Hátúnum og innan
lækjanna áðurnefndu komum við í mynni Hjálpleysudalsins. Þar liggur
gatan tæpt í Þrangarhnaus með gróið gilið fyrir neðan, en svæðið þvert
yfir dalsmynnið heitir Þröng, og vex talsvert birkikjarr víða niðri í gil-
inu, enda heitir Stóra-SandfeUsskógur hinum megin árinnar, snoturt
skógarsvæði. Innan við Þröngina tekur við slétt harðveUisgrund og
nefnist Kálfavellir. Til vinstri er snarbrött en gróin hlíð Hattarins (hann
heitir reyndar Hátúnahöttur) og sjáum við upp í suðuregg hans 1106
metra háa. Skammt sunnar og austar sést upp í hábrún annars tinds, er
nefnist KlettafjöU, 1117 metra hár. MiUi KálfavaUa og ár eru hér miklir
skriðuhólar, klettaslit hefur steypst hér niður úr flugum Hattarins og
myndað mikil hrúgöld í dalbotninum. Innst á KálfavöUum kemur Kálfa-
vallaá á ská niður frá ÍQettafjöUunum en innan hennar eru gífurlega
mikil hólahrúgöld, er hafa slitnað niður úr hvolfskál í KlettafjöUunum
og hallar þeim úr hlíðinni niður að ánni. Þetta feiknlega framhlaup
nefnist Jarðfallshólar. í því finnast margar bergtegundir, biksteinn,
hrafntinna, móberg með spati, kvarsi og kalsedónum, jaspísar, ópalar