Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 200
196
MULAÞING
með seðilinn sem fyrr, nema hann sé sjálfur bókhaldari, þá vísar hann
hinum forstjórunum ásamt með seðlinum það hann skilar úr láni til að
fyrirbyggja þar með allan misgrun um rétt skil, og afhendir svo öðrum
þeirra seðilinn, sem rífur hann sundur.
§ 10.
Þeir, eð geyma félagsins safn, skulu taka á móti, maela eður vega og
ganga frá, svo vel því er af félaginu er tillagt, sem því er úr láni aftur
skilast, hvört þeir úti láti til hvörs eins eftir því sem sá af forstjórunum
útgefni afhendingarseðill útvísar, og síðan gefi bókhaldaranum til
kynna nær því sama er aftur skilað, fyrir hvörja fyrirhöfn þeir fá hjá
félaginu sannsýnan betaling ef þeir uppástanda.
§ 11.
Kunni það til að bera að einhvörs tillag, eður lánskil, sé svo illa
verkað að safngeymaranum sýnist því ekki móttaka veitandi, þá sýni
hann það við fyrsta tækifæri forstjórunum, sem dæmi þar um hvort því
skal móttaka veitast, eður ei.
§ 12.
Allir félagsins limir, búfastir sem búlausir, skulu árlega, innan miðs
sumars, nema forföll banni svo sem sein skipakoma etc., hafa tilkynnt
bókhaldaranum hvað mikið hvör þeirra vill og getur á því sumri tillagt í
korni, smjöri, peningum eður kaupstaðarinnleggi; þá bókhaldarinn
strax innfærir í protokollinn nöfn þeirra og lofað tiOag, er síðan skal af
þeim greiðast innan næstu Michaelismessu til þeirra er félagsins safn-
geymslu á hendi hafa og skal eftir tilsögn safngeymendanna dagurinn
nær þeir betala og upphæðin af hvörri sort af bókhaldaranum innfærast
í protokollinn.
§ 13.
Til þess að ekki falli í gleymsku fyrir safngeymurunum dagurinn nær
einhvör hefur afhent sitt tillag, úttekið lán, eður skilað aftur því samt
hvað mikið þetta sérhvað hefir að vöxtum verið, skulu þeir hvör fyrir sig
hafa bók hvar í þeir forsómunarlaust og án undandráttar innfæri slíkt
allt, hvörja þeir síðan um hvörja Michaelismessu sýni bókahaldar-
anum til að saman bera við protokollinn, svo enginn misreikningur geti
orðið.