Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 151
MULAÞING
147
símastaurar af völdum snjóflóða á svæðinu milli Blóðbrekku og Blauta-
botns. Eftir að við komum á skarðið blésum við í lúðurinn og höfðum
annan hávaða í frammi til að koma af stað snjóflóði sunnan við skarðið
ef það væri tilbúið að fara, en ekkert gerðist. Tók þá Þorsteinn við
töskunni, því hana hafði ég borið alla ferðina, en ég tók við þakklæti og
10 krónum í borgun. 011 launin sem pósturinn hafði fyrir ferðina munu
hafa verið innan við 30 krónur, og af því átti hann að kosta ferðina að
öllu leyti.
Ég beið á skarðinu þar til Þorsteinn var kominn niður fyrir alla snjó-
flóðahættu. Þá hélt ég heim, lítið ríkari af fjármunum, enda ferðin ekki
farin til að verða ríkur, en ég varð ríkari af reynslu sem mér hefur
komið vel síðan.
Eins og áður er getið hafði Þorsteinn þessar póstferðir til ársins 1924.
Þá tók ég við þeim, en var þá búinn að fara margar ferðir með Þorsteini
eða fyrir hann, meðal annars fór ég allar ferðirnar fyrir hann veturinn
1922-1923 er hann dvaldi á sjúkrahúsi. En um áramót 1924-1925 tók ég
alveg við ferðunum og hafði þær til ársloka 1940. Mér telst svo til að ég
hafi þá samtals verið búinn að fara 120 ferðir með póst þessa leið.
Ymsir spurðu mig hvers vegna ég hefði hætt þá aðeins 47 ára gamall.
Ég svaraði því til, að þótt oft væri gaman að vera á fjöllunum þá væri
það ekki alltaf neinn leikur. Læknirinn minn, sem þá var Pétur Thor-
oddsen, var einhvern tíma að skoða mig um það leyti, og hann sagði —
að ef ég vildi lifa lengur ætti ég að hætta póstferðunum strax, því ef ég
héldi þeim áfram gæti ég átt á hættu að detta niður dauður þegar minnst
varði. Eg sagðist að vísu enga langlíílstryggingu hafa hvort sem væri og
það skipti þá ekki máli hver ástæðan væri, en læknirinn færði þó það
haldbær rök fyrir máli sínu um heilsu mína og líkamsbyggingu, að
svona erfitt starf þyldi ég ekki, eða það gæti hæglega orðið mér ofraun,
að ég ákvað að hætta um næstu áramót. Þetta var snemma sumars
1940, en starfinu átti að segja upp með sex mánaða fyrirvara og það var
gert.
Ekki var það alveg sársaukalaust að hætta þessum starfa. Þótt það
væri oftast erfitt átti ég samt margar ógleymanlegar ánægjustundir uppi
á fjöllunum. Eg var yfirleitt heppinn með veður eins og séra Þorsteinn
spáði, og svo var þetta ágæta fólk á leið minni, fólk sem allt vildi fyrir
mig gera eftir því sem í þess valdi stóð. En heima átti ég konu, ung börn
og aldraða móður, þar var allt mér kærast og þar hafði ég mestum
skyldum að gegna. Auðvitað hlaut læknirinn að hafa vit á hvað ég mætti
ekki bjóða mér.