Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 17
MÚLAÞING
15
Guðrún var smávaxin og nett kona, viðmótsþýð og glaðsinna, og sam-
svöruðu þau hjón sér vel á allan máta. Þau voru elskuð og virt af öllum
sem unnu hjá þeim. Eg á elskulegar minningar um þau bæði, Guðjón og
Guðrúnu.
Framkvæmdir hófust á því að komið var upp tveimur skúrum. Annar
var fyrir sement og verkfæri, en hinn fyrir matseld. Það þætti líklega
ekki við hæfi í dag að hafa moldargólf og bert bárujárn í sbkri vistar-
veru. Tjöld voru reist fyrir starfsmenn. Það voru þessi hvítu gömlu
vegagerðartjöld, fjögra manna, jörðin sjálf gólf og upphitun engin. Tveir
voru rúmbálkar í hverju tjaldi og tveir menn um hvorn, fjórir alls í
hverju tjaldi. Þegar farið var að grafa fyrir byggingunni kom í ljós að
grunnurinn var góður, ósprungin og heil klöpp, hallaði að vísu fram að
ánni og þurfti að fylla allmikið í með grjóti og möl. Að sjálfsögðu var
handgrafið, verkfærin hin alvanalega þrenning, reka, haki og járnkafl,
og uppmokstrinum ekið í hjólbörum. Hann nýttist allur í uppfyllingu þá
sem er neðan við húsið. Eitt af fyrstu störfum sem unnin voru, var að
taka upp mó í Þórarinsstaðamýrinni og aka honum á þurrkvöll. Var
hann síðan mufinn og hafður í einangrun milli veggja þegar að því kom.
Allir veggir voru tvöfaldir og mómyfsnunni þjappað í holrúmið á milli.
Ytri veggurinn var allmikið þykkri. Smíðuð voru millimót, flekar sem
voru festir með fleygum sem auðveft var að losa. Flekarnir voru um 80
sm á hæð og náðu allan hringinn. Aldrei var steyptur heifl hringur í
einni lotu. Það mun hafa tekið nokkra daga að komast hvern hring, og
var því hægt að færa upp þar sem byrjað var, áður en hringurinn var
búinn, og var þá föstu mótunum slegið upp jafnhliða. Því var stundum
steypt dag eftir dag vikurnar út.
Allt aðkeypt byggingarefni var flutt frá Reyðarfirði á bílum í Egils-
'staði og svo á mótorbát upp Lagarfljót í sandinn stutt sunnan við Staðar-
ána á Hallormsstað. Þar lét Guðjón smíða lausabryggju sem mátti draga
upp og ýta út eftir því sem hækkaði eða lækkaði í fljótinu. Bryggjan var
hærri í þann endann sem utar var í fljótinu og pallurinn því nokkurn
veginn láréttur í hallandi marbakkanum. Um efnisflutninga á Lagar-
fljóti frá Egilsstöðum sáu bræðurnir Kristinn og Ingvar Olsen frá Klöpp
Reyðarfirði. Þeir fluttu þriggja tonna trillu, sem þeir áttu, á bíl upp á
Lagarfljót árið áður. Höfðu reyndar smábát líka og notuðu hann aðal-
lega til uppskipunar þar sem ekki voru bryggjur við fljótið. Áður höfðu
þeir gert þessa trillu út til fiskveiða.
Með þessum bát var allt flutt til skólans, smátt og stórt, nema mjólk-
in. Hún var keypt af Guttormi á Hallormsstað.