Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 211

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 211
MÚLAÞING 207 Helga á Helgafelli. Sendi hann mér bréf það sem hér fer á eftir: „25/4 1982 Magnús skáldi var Sigurðsson, launson- ur Sigurðar beykis á Eskifirði Olafssonar. Sá Ölafur var bróðir Eiríks föður Sigurðar Breiðfjörðs. Móðir Manga skálda, eins og hann var kallaður oft, var Þorbjörg dóttir Jóns, sem kallaður var ,,Vídalín“, Oddssonar. Um þessa ættfærslu má lesa í Ættum Austfirð- inga. Sigurður beykir var hagorður vel, en þótti heldur níðskældinn var mér sagt. Ymislegt orti hann, en ekki veit ég hvar eða hvort það er nokkurs staðar að finna. Ég kann bara eina vísu eftir hann, líklega af því að hún er um langömmu mína, Mar- gréti á Geirólfsstöðum: Hefir bruggað Helga tál, harm og mæðu langa. Geymir ekki góða sál Geirúlfsstaða Manga. En hún gat svarað fyrir sig og sagði: Kerksni og skömmum kámaður kveður smánarbragi Siggi beykir, sá hefur sál af verra tagi. Sumir segja að það væri Helgi, maður Margrétar, sem svaraði Sigga. Hann var sonur Hallgríms í Sandfelli. Magnús skáldi var víða hér á Héraði, ekki frekar í Fellum en annars staðar. Nafnið „Fellaskáld“ gæti staðið í sam- bandi við það að hann orti sveitarbrag um alla bændur, og ég held einnig húsfreyjur, í Fellum. Þeir faðir minn og Runólfur á Hafrafelli kunnu þennan brag og mikið af honum hefur faðir minn fest á blöð. Er ég að reyna að tína þetta saman. Þá er það kveðskapurinn um heimilis- fólkið á Ási. Séra Vigfús er þar prestur 1854-1874. Árið 1860 er Magnús á Ási og allt þetta fólk sem nefnt er í vísunni, sam- kvæmt sálnaregistri Ássóknar. Þau Árni- björn og Soffía eru þar skráð ásamt börn- unum þrem er Mangi nefnir. Ingibjörg deyr 13 ára 1861 og raunar Stefán líka, þá 7 ára, en þau Soffía og Árnibjörn hafa átt annan dreng með þessu nafni, sem ekki er fæddur þegar Mangi er á Ási, eða þetta þykir mér trúlegast. Alexander vinnumaður er Jónsson, sennilega sá er síðar bjó á Krossi í Mjóa- firði (nr. 4044 í Æ. Au.) faðir Stefáns á Háreksstöðum. Björn vinnumaður er Pálsson, líklega gullsmiðurinn síðar á Refsstað í Vopna- firði. Eyjólfur vinnumaður er Guðmundsson, gæti verið sá er bjó á Sauðahlíðarseli og fór til Ameríku. Elín vinnukona er Gísladóttir, gæti hafa verið dóttir Sel-Gísla (nr. 7669 í Æ. Au.). Sigurbjörg vinnukona er Magnúsdóttir, sé ekkert sem gæti átt við hana, né heldur Guðfinnu vinnukonu, hún er Nikulásdótt- ir. Gróa er Halldórsdóttir og móðir Alex- anders vinnumanns. Auk þessa fólks voru á Ási þetta ár tveir ungir tökudrengir, Hallgrímur Hallgríms- son og Sveinn Guðmundsson. Hefir Manga ekki þótt taka því að nefna þá. Með bestu kveðju. Helgi Gíslason.“ Hafi Helgi heila þökk fyrir bréfið. — S. 0. P. HVER ER HÖFUNDURINN? Alþekkt. er að hagyrðingar, ekki síst þeir sem kveða mikið, gleyma ýmsum af vísum sínum og það jafnvel svo rækilega að þeir þekkja þær ekki aftur er þeir heyra þær síðar, eða sjá og þekki ég mörg dæmi til þessa. Þarf því engan að undra þótt stund- um sé deilt um hver sé höfundur þessarar vísunnar eða hinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.