Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 66
MAGNÚS ÞORSTEINSSON OG SIGURÐUR ÓSKAR PÁLSSON
Hríðaráhlaupið vorið 1943
Langt er nú um liðið síðan ég festi á blöð eftirfarandi frásögn Magnúsar
Þorsteinssonar frá Húsavík, milli 12 og 20 ár gæti ég trúað, og þá fyrir
áeggjan Þórðar Jónssonar, nú skrifstofustjóra í Reykjavík, til flutnings á
þorrablóti á Borgarfirði. Síðan hefur þátturinn legið hjá mér og oftar en
einu sinni verið kominn í hóp þeirra handrita, sem verið var að búa til
prentunar í Múlaþingi, en jafnan hef ég kippt honum þaðan út aftur.
Ekki ber þetta svo að skilja að mér þætti efnið ritinu ósamþoðið, síður
en svo. Um hitt hnaut ég jafnan, er ég renndi augum yfir handrit þetta,
að ég þóttist eiga eftir að spyrja Magnús út í eitt og annað viðvíkjandi
frásögninni, oftast eitthvað sem varðaði landslag og aðstæður, því þótt
ljótt sé til afspurnar og raunar ekki prenthæft um borinn og barnfæddan
Yíknamann, og Víknasmala um aldarfjórðungs skeið, er ég gersamlega
ókunnur svæðinu milli Herjólfsvíkur og Húsavíkur. Voru því smátt og
smátt að bætast inn í þáttinn málsgreinar á stangli hér og þar. Hvort
sögumaður er nú fullspurður um atþurð þann, er hér verður frá greint,
skal ég ekki dæma um en vona þó að ókunnur lesandi fái áttað sig á
aðstæðum.
Er saga þessi gerðist var byggð í Víkum tekin að grisjast nokkuð frá
því sem áður var en stóð samt sem áður allföstum fótum, þótt ekki
reyndist þess langt að bíða að jarðir legðust þar í eyði hver af annarri. I
Húsavík, þessari hæst metnu jörð í Múlaþingi að fornu mati, voru fjórir
bæir í byggð svo sem lengi hafði verið: heimajörðin Húsavík, Hólshús,
Dalland og Dallandspartur.
I Heima-Húsavík bjuggu félagsbúi bræðurnir Magnús, Gunnþór og
Anton Þorsteinssynir. Þar voru og foreldrar þeirra, Þorsteinn Magnús-
son og Ingibjörg Magnúsdóttir, er stóð fyrir búi innanstokks, einnig
flest önnur börn þeirra hjóna, hið yngsta enn á barnsaldri. Alls voru
ellefu manns heimilisfastir á bænum þetta ár.