Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 97
MULAÞING
93
var hvernig hægt mundi að ráða fram úr kennaraleysi í héraðinu.
Nefndin hefur til þessa gert sér von um að hægt mundi að fá kennara
sem uppfyllti lögskipuð skilyrði og leitað fyrir sér bæði hér nálægt og
eins skrifað fræðslumálastjóra og beðið hann liðsyrðis, en allt árangurs-
laust. Nú hefur henni borist bréf fræðslumálastjóra þar sem stjórnar-
ráðið gerir ráð fyrir að skipa hingað kennara, ef hér sé uin 6 mánaða
kennslu að ræða auk lögboðinna skilyrða. Eptir nokkrar umræður sam-
þykkti fræðslunefndin að síma til fræðslumálastjóra og óska kennara
enn á ný.“
Veturinn 1921—1922 kenndi Einar Sveinsson frá Berunesi. Var hann
u. þ. b. 4 mánuði í Laufási, en auk þess 3 vikur á Kömbum eða Heyklifi
og aðrar 3 vikur á Oseyri.
„Farskólaárið 1922-1923“ kennir Arnleifur V. Þórðarson í Kirkju-
bólsseli. Var hann í 4 mánuði á Einarsstöðum, en þar bjuggu þá að hans
sögn Þórður Magnússon og Solveig Sigbjörnsdóttir. Stóð bærinn
skammt fyrir ofan núverandi skóla, timburhús járnklætt. Kennt var í
einu herbergi (stofunni), sem kynt var með kolaofni, en framan við
stofuna var breiður gangur, sem leika mátti sér á. Arnleifur er, eins og
fram kemur í ritgerð þessari, minn aðal heimildarmaður ásamt systur
sinni, Margréti. Hann er fæddur 1901 og hefur alla ævi átt heima í
Kirkjubólsseli. Auk þess að kenna í nokkur ár hefur hann látið skóla- og
æskulýðsmál mikið til sín taka. Hann „stofnaði bindindisfélag (áfengi
og tóbak) fyrir börn og unglinga 1938.“ (Kennaratal). Hét félag þetta
Nýgræðingur og hafði auk bindindis skógræktarmál á stefnuskrá sinni,
en þeim málum sinnti Arnleifur meðan heilsan var góð af miklum
áhuga. Þennan sama vetur kenndi Sigurbjörn Guttormsson 1 mánuð í
Stöð, en fá börn virðast hafa verið á Suðurbyggð, því Jóhannes Sigurðs-
son bóndi á Kömbum fær greitt fyrir að „sjá um tveggja mánaða fræðslu
'stúlku sem er hjá honum.“ (Gjörðabók fræðslunefndar). Að öðru leyti
virðist ekki hafa verið kennt þar.
1923—1924 er aftur kennt á Efnarsstöðum í 4 mánuði af Arnleifi, en
auk þess kenndi Benedikt Guttormsson (sonur séra Guttorms) um mán-
aðartíma í Stöð. Einnig var kennt á Suðurbyggð og gegndi Arnleifur því
starfi að eigin sögn á Heyklifi en einnig í Stöð.
Arið 1924 er svartur blettur á skólasögu byggðarlagsins, því það ár
var þar engin kennsla á vegum fræðsluyíirvalda. Ástæðurnar fyrir
þessu voru þær, að hreppurinn var svo illa stæður. Aflabrestur varð,
t. d. kom ekkert vorhlaup og af þeim sökum treysti hreppsnefndin sér
ekki að standa undir þeim kostnaði, er kennslunni fylgdi. Arnleifur