Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 119
MULAÞING
115
hjá báðum hópum og er svo fram til 1976, en frá þeim tíma hafa allir
bekkir verið 8 mánuði. 6 ára bekkur hefur aldrei starfað við skólann.
Trúlega hefur öll starfsár skólans verið reynt að fara eftir kröfum
skólayfirvalda og ákvæðum laga og reglugerða um kennsluefni. Slíkt
hlýtur þó oft að hafa ráðizt af fjárhag hreppsins, eða skorti á kennslu-
bókum, sbr. óánægju með Ríkisútgáfu námsbóka, sem áður er vikið að,
en ennfremur af öðrum ástæðum. Um og eftir 1910 munu þessar náms-
greinar hafa verið kenndar: Lestur, reikningur (almenn brot, tugabrot,
prósentureikn. o. fb), ritgerð, stafsetning, kristin fræði, náttúrufræði,
landafræði (allar álfur). (A. Þ. og M. Þ.).
1 dagbók fyrir árið 1935-1936 kemur eftirfarandi m. a. fram:
„Kenndar hafa verið allar þessar venjulegu námsgreinar, sem lögboðn-
ar eru í barnaskólum, en vitanlega mismunandi eftir aldri og þroska
barnanna. Auk þess hefir verið lesið mikið af sögubókum bæði þýddar
og eftir íslenska höfunda sérstaklega þá eldri. Einnig hafa börnin lært
nokkur kvæði og sálma og kynnt sér ævisögur sumra skáldanna. Sum
kvæðin hafa verið greind í orðflokka og fundið út í hvaða falli beyging-
arorðið hefir staðið og það sama er að segja um tíðbeygingar sagna.
Elstu börnin lásu lítilsháttar í málfræði en aðallega fór málfræðikennsl-
an fram í munnlegum skýringum.“ Þær námsgreinar, sem gefnar eru
einkunnir fyrir það ár eru: íslenzka, skrift, réttritun, reikningur, landa-
fræði, náttúrufræði, saga, kristin fræði og teiknun.
Vegna komu námsstjóra til skólans 26. marz 1944 er haldinn fundur
með skólanefnd, skólastjóra og námsstjóra, eins og áður er að vikið. 1
fundargerðinni segir m. a. svo: „Námstjóri hafði prófað börnin í lestri,
réttritun og Islandssögu. Námstjóri gat þess að kunnátta í lestri og
réttritun væri í góðu meðallagi."
Strax á fyrstu árum skólahalds eru keypt lítilsháttar kennslutæki.
Þessi munu hafa verið til um 1910: Jarðlíkan, landakort (1 af hverri
álfu) og smávegis eðlisfræðiáhöld (stækkunargler, segulstál). Taíla mun
ekki hafa komið fyrr en um 1930. (A. Þ. og M. Þ.).
I reikningum hreppsins er annað slagið minnzt á kaup á kennslutækj-
um, eða þau talin upp þar sem eign. Annað hvort hefur máltækið „Eigi
verður bókvitið í askana látið“ verið haft í hávegum hjá fjárhaldsmönn-
um hreppsins á fyrstu árum hans, eða nokkurs konar „staðlað kerfi“
verið ríkjandi varðandi eignfærslu sem þessa. Þykir mér nú seinni til-
gátan sennilegri. Hvað um það, öll kennslutæki eru þarna nefnd „Eign-
ir sem ekki gefa arð af sér“. 1915 eru þessi talin upp: Jarðlíkan (til
fræðslu), Islandskort, uppdráttur af öllum heimsálfum, myndir af