Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 42

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 42
40 MÚLAÞING Líklegt þykir mér, að Magnús frá Húsey hafí reist baðstofuna í Gunn- hildargerði einhverntíma á árunum eftir að hann hætti búskap, og sennilegt er, að hann hafí séð þar um smíði fleiri bæjarhúsa. Þeir voru gamlir nágrannar og góðir kunningjar, faðir minn og hann. Arið 1905 var baðstofan farin að missíga, og var henni þá lyft og hún rétt af og lengd um eitt stafgólf (u. þ. b. 3 álnir) til austurs. Var hún þá orðin fjögur stafgólf á lengd og náði alveg að skemmu og stofulofti, með tvöföldum timburvegg á milli. Þar hafði áður verið þykkur torfveggur, sem fjarlægður var. Ekki mun hafa verið vanþörf á þessari stækkun baðstofunnar, þar sem í heimili voru um þær mundir 14-16 manns. Uppi var þessi viðbót baðstofunnar afþiljuð og nefnd hjónahús, en niðri stækkaði pilthúsið að mun, og innra húsið (þá nefnt hjónahús) sömuleið- is, því að skilveggur milli þeirra var færður til, svo að bæði herbergin urðu svipuð að stærð. Guðlaug, systir mín, sem þá var orðin tíu ára, man vel eftir þessum framkvæmdum og hefur lýst þeim fyrir mér. I þessari baðstofu var búið þar til sumarið 1926, en þá var hún rifín. Vorið 1925 voru bæjardyr, stofa, skemma og skemmuloft rifín og ný baðstofa reist á sama stað, og sneri hún frá norðri til suðurs, þvert á hina fyrri. Torfveggir voru á þrjá vegu, en timburveggur með fjórum gluggum að austan, fram að hlaði. Timburþil með glugga var á risi stafna baðstofunnar (til suðurs og norðurs). Þessi baðstofa var port- byggð og með járnþaki. Hún var öll þiljuð innan, og var henni skipt í tvo hluta uppi, með uppgöngu (stiga) í nyrðri hlutann. Niðri voru tvö her- bergi (annað stofa) og bæjardyr (mjór, afþiljaður gangur) við norður- vegg. Freistandi væri að geta sér til, að þarna sé komin skýringin á orðunum: „stofuhús og bæjardyrahús í einu lagi“ og „Járn var á baðst.“. Þessi baðstofa varð ekki íbúðarhæf fyrr en sumarið 1926. Af framansögðu mætti draga þá ályktun, að í greinargerðinni um eldri hús í Gunnhildargerði í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi hafí verið blandað saman húsum, sem á jörðinni stóðu árið 1917, og húsum, sem jörðinni fylgdu og fallin voru fyrir löngu, þótt getið sé réttilega í jarða- mati, og þar við bætt baðstofu, sem varð íbúðarhæf og flutt var í árið 1926, níu árum eftir að jarðamatið var gert. Ef þetta er rétt til getið, verða það að teljast óheppileg vinnubrögð, svo að ekki sé meira sagt. Vera má, að unnt sé að fínna á þessari eldri-húsa klausu, kenndri við „1917 (F'18)“, betri skýringar, en mér koma ekki aðrar í hug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.