Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 23
MULAÞING
21
Múrarameistari var Guðmundur Þorbjarnarson, þekktur dugnaðar-
maður og auk múrverksins smiður af guðs náð bæði á tré og járn. Á
Hallormsstað vann hann aðeins að múrverki og með honum var Guðni
Þorsteinsson frá Reyðarfirði. Einnig Einar Stefánsson, hann gat farið í
hvað sem var. Þessir þrír menn múruðu allan skólann. Fyrir nokkrum
árum minnti Einar Stefánsson mig á atvik sem gerðist hjá múrurunum.
Eg var þá búinn að gleyma þessu, en það rifjaðist upp þegar hann
minntist á það. Þetta atvik varð mjög til umræðu á eftir og tilefni ein-
hverrar ljóðagerðar sem ég man nú ekki lengur. Þeir höfðu verið að
ljúka við að múra stórt loft, en þegar þeir eru að leggja síðustu hönd að
því, þá byrjaði að detta pússning, fyrst lítið og það átti að laga í snatri,
en þá datt meira og meira, og svo lauk, að þeir urðu að skafa allt niður
úr loftinu og vinna allt verkið upp næsta dag. Orsök þessa óhapps var sú
að þeir gáfu sér ekki tíma til að lofa pússningunni að þorna nægilega
áður en þeir fóru að slétta og vinna hana niður. Ekki endurtók þetta sig
aftur hjá þessum heiðursmönnum sem unnu af miklu kappi eins og
reyndar flestir sem þarna störfuðu.
Allur sandur í bygginguna var tekinn í mel fram og upp frá bensínsöl-
unni ofan við veginn sem nú er. Þetta var mjög góður sandur, en um það
bil 50-70 sm óhreint lag ofan á, sem þurfti að moka frá ellegar þá að
grafa hreina sandinn undan og fella síðan óhreina lagið niður. Við strák-
ar vorum gjarnan látnir aka sandi þá daga sem ekki var verið að steypa.
Eitt sinn vorum við þrír settir í sandakstur. Við höfðum tvær kerrur og
áttum að fara með þær til skiptis. Annar hinna strákanna var ósköp
latur og vildi sem allra minnst gera og bar aldrei við að hann hjálpaði
okkur að moka frá þegar við felldum niður. Okkur hinum líkaði þetta
ekki nógu vel og vorum að hugsa upp ráð til að straffa honum. Datt
okkur þá í hug eitt sinn er hann var í ferð og komið var að því að fella
niður, að láta bakkann falla meðan hann var í ferðinni. Þetta gerðum við
og félagi minn faldi sig. Þegar strákur var nærri kominn til baka, þá
öskraði ég í hann og sagði að hinn strákurinn hefði orðið undir bakkan-
um og nú yrði hann að hafa hraðar hendur ef við ættum að ná honum
lifandi. Hann brást hart við og mokaði af miklum krafti, en ég reyndi að
taka mér moksturinn létt án þess að áberandi væri. Þegar við vorum að
enda við að moka, þá stóð sá ,,týndi“ á bakkanum og skellihló. Við
sögðum strássa að við hefðum gert þetta til þess að fá hann til að vinna.
Hann varð heldur lúpulegur og sagði lítið við því, og allt féll þegar í stað
í ljúfa löð.
Ekki var stefnt að því að ljúka nema kjallarahæðinni og loftinu yfir