Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 23
MULAÞING 21 Múrarameistari var Guðmundur Þorbjarnarson, þekktur dugnaðar- maður og auk múrverksins smiður af guðs náð bæði á tré og járn. Á Hallormsstað vann hann aðeins að múrverki og með honum var Guðni Þorsteinsson frá Reyðarfirði. Einnig Einar Stefánsson, hann gat farið í hvað sem var. Þessir þrír menn múruðu allan skólann. Fyrir nokkrum árum minnti Einar Stefánsson mig á atvik sem gerðist hjá múrurunum. Eg var þá búinn að gleyma þessu, en það rifjaðist upp þegar hann minntist á það. Þetta atvik varð mjög til umræðu á eftir og tilefni ein- hverrar ljóðagerðar sem ég man nú ekki lengur. Þeir höfðu verið að ljúka við að múra stórt loft, en þegar þeir eru að leggja síðustu hönd að því, þá byrjaði að detta pússning, fyrst lítið og það átti að laga í snatri, en þá datt meira og meira, og svo lauk, að þeir urðu að skafa allt niður úr loftinu og vinna allt verkið upp næsta dag. Orsök þessa óhapps var sú að þeir gáfu sér ekki tíma til að lofa pússningunni að þorna nægilega áður en þeir fóru að slétta og vinna hana niður. Ekki endurtók þetta sig aftur hjá þessum heiðursmönnum sem unnu af miklu kappi eins og reyndar flestir sem þarna störfuðu. Allur sandur í bygginguna var tekinn í mel fram og upp frá bensínsöl- unni ofan við veginn sem nú er. Þetta var mjög góður sandur, en um það bil 50-70 sm óhreint lag ofan á, sem þurfti að moka frá ellegar þá að grafa hreina sandinn undan og fella síðan óhreina lagið niður. Við strák- ar vorum gjarnan látnir aka sandi þá daga sem ekki var verið að steypa. Eitt sinn vorum við þrír settir í sandakstur. Við höfðum tvær kerrur og áttum að fara með þær til skiptis. Annar hinna strákanna var ósköp latur og vildi sem allra minnst gera og bar aldrei við að hann hjálpaði okkur að moka frá þegar við felldum niður. Okkur hinum líkaði þetta ekki nógu vel og vorum að hugsa upp ráð til að straffa honum. Datt okkur þá í hug eitt sinn er hann var í ferð og komið var að því að fella niður, að láta bakkann falla meðan hann var í ferðinni. Þetta gerðum við og félagi minn faldi sig. Þegar strákur var nærri kominn til baka, þá öskraði ég í hann og sagði að hinn strákurinn hefði orðið undir bakkan- um og nú yrði hann að hafa hraðar hendur ef við ættum að ná honum lifandi. Hann brást hart við og mokaði af miklum krafti, en ég reyndi að taka mér moksturinn létt án þess að áberandi væri. Þegar við vorum að enda við að moka, þá stóð sá ,,týndi“ á bakkanum og skellihló. Við sögðum strássa að við hefðum gert þetta til þess að fá hann til að vinna. Hann varð heldur lúpulegur og sagði lítið við því, og allt féll þegar í stað í ljúfa löð. Ekki var stefnt að því að ljúka nema kjallarahæðinni og loftinu yfir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.