Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 19
MÚLAÞING
17
Það var orðið slarkfært á bíl með aðgát upp að Strönd, en eftir það var
veglaust og fékk Jóhann aðstoð bænda á bæjunum á leiðinni inn að
Hafursá.
Allt stóð heima, við komum í tæka tíð að ánni, og man ég ekki annað
en vel gengi yfir hana. Fyrsta hindrunin var svokallaður Bergsbás utar-
lega í skóginum og stórgrýtisurð þar sunnan við. Nú eru liðin 53 ár síðan
þetta var og í smáatriðum orðið mér óljóst í minni, en mér var alla tíð illa
við Bergsbásinn þegar ég var sem barn á Ormsstöðum. Þá sögu heyrði
ég að staðurinn hefði fengið nafnið af því að prestur sem Bergur hét
hefði fyrirfarið sér í Lagarfljóti og rekið upp í þennan bás. Nú er Bergs-
bás ekki lengur til. Þegar nýi vegurinn var lagður fyrir neðan höfðann
var básinn afmáður, hann lenti í vegfyllinguna.
Eg man það að leiðin var mjög torsótt. En af því að bíllinn var ekki af
þeirri stærðargráðu sem nú tíðkast með vörubíla og Guðjón hafði á að
skipa vöskum mönnum og góðum bílstjóra (sem gat keyrt á núlli eins og
Jón sagði) tókst þetta áfallalaust.
Onnur versta torfæran á leiðinni var Ormsstaðakhfið, og mun það
reyndar, ef ég man rétt, hafa verið langörðugast.
Jóhann dvaldi í tvær vikur á Hallormsstað og ók byggingarefni frá
fljótinu, m. a. möl og sandi. Síðan fór hann sömu leið til baka og ekki
kom aftur bíll í Hallormsstað fyrr en að tveim árum liðnum að mig
minnir. Vegurinn komst 1930 að Ormsstaðaklifi og 1931 mátti heita
skröltfært fyrir vörubíla heim í Hallormsstað. Um leið og við kveðjum
Jóhann í þessari frásögn vil ég geta þess að hann hafði áætlunarferðir
lengi frá Eskifirði í Hallormsstað, líklega til 1945 eða svo. Jóhann mun
nú vera elstur bílstjóra á Héraði, kominn á níræðisaldur og enn ekur
hann bíl.
Áfram gekk vinnan, unnið sex daga vikunnar, 10 tíma á dag, slegið
upp og steypt, slegið frá og hreinsað timbur og efni dregið að. Steypan
var handhrærð á palli, líklega úr poka í einu. Fyrst var hrært þurrt,
sandur, möl, sement, þrjár umferðir gegnum aflangan hauginn á pallin-
um, síðan bleytt í og hrært álíka með vatninu. Það var steypt úr 9-10
hrærum á dag, efnið gott og steypan sterk. Sitthvað var aðhafst í frí-
stundum á sunnudögum, einnig á kvöldin eftir að verki lauk og jafnvel í
matartímum. Nú hef ég hug á að blanda slíku í frásögnina eftir því sem
kemur í hug.
Eitt sinn um sumarið í steikjandi sólarhita datt okkur þrem strákum í
hug í hádeginu að skreppa niður að fljóti til að baða okkur. Með mér
voru Ragnar Nikulásson frá Gunnlaugsstöðum og Einar Vigfússon frá
Málaþing 2