Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 115
MULAÞING
111
elztu drengjunum. Eftir það hefur Ingimar Jónsson annazt þessa
kennslu og frá haustinu 1980 bæði hjá elztu drengjum og stúlkum.
Handavinna stúlkna hefur verið næstum samfelld frá árinu 1970.
Þann vetur kenndu Hlíf Herbjörnsdóttir og Heiðdís Guðmundsdóttir.
Næsta ár kenndi Ingibjörg Björgvinsdóttir, en síðan 1972 hefur Sigur-
laug Helgadóttir annazt kennsluna utan árið 1979-1980, en þann vetur
fékkst enginn til að taka kennsluna að sér. Hafa drengir einnig notið
tilsagnar í þessari grein námsefnis, þ. e. ýmiss konar hannyrðum.
Handavinnusýningar hafa verið flest þessi ár og jafnan verið vel sótt-
ar, jafnt af ungum sem öldnum.
Að lokum má geta þess, að nemendur 7. og 8. bekkjar hafa hlotið
tilsögn í heimilisfræðum nokkur undanfarin ár á vikunámskeiðum uppi
á Hallormsstað.
VII.
Leikfimikennsla — sundnám
I samtölum mínum við eldra fólk hef ég komizt að því að eiginleg
leikfimikennsla byrjar ekki fyrr en með tilkomu samkomusalarins í
eldri skólanum. Er það raunar ekki óeðlilegt með tilliti til húsnæðis. Þó
segir mér Arnleifur Þórðarson að seinasta árið, sem hann kenndi hafi
hann leiðbeint piltum í svonefndum „Möllersæfingum“. Sjálfur naut
hann engrar leikfimikennslu hér, en hlaut þó tilsögn í glímu, þótt ekki
væri það á vegum skólans.
Mun það að sjálfsögðu hafa farið eftir kennaranum hverju sinni hve
mikla rækt hann lagði við að veita nemendum útrás fyrir hreyfiþörf
þeirra og flestir e. t. v. látið nægja að leyfa þeim að leika sér úti í
frímínútum og jafnvel stjórnað leikjum þeirra. Eitthvað mun hafa verið
um fjallgöngur, t. d. bæði hjá Arnleifi Þórðarsyni og Birni Jónssyni.
Geir Pálsson (þá í Stöð) og Kjartan Guðjónsson s. st. segjast muna
vel eftir leikfimikennslu Runólfs Einarssonar í samkomusalnum um
1945, en þeir telja að leikfimikennsla hafi byrjað strax í eldra húsinu —
þ. e. 1937. Auk staðæfínga (gólfæfinga) voru til „hestur“ (kubbur),
kista, jafnvægisslá og vattdýna. Voru þessi tæki mikið notuð, en einnig
var stokkið hástökk yfir snúru. Tímar voru eiriu sinni í viku og drengir
og stúlkur saman. Báðir nefndu þeir eitt atriði hvor í sínu lagi, varðandi
einn félaga þeirra, er illa gekk að fylgja takti. Sagði þá Runólfur gjarn-
an: „Áfram gakk, 1-2, 1-2. N. N. ekki í takt.“
Ekki er getið sérstaklega um leikfimikennslu í bókum skólans fyrr en
1952-1953. Þá er skrifað í skólahaldsskýrslu fyrir það ár að Runólfur