Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 58
54 MÚLAÞING Nokkru norðan við Móhúsið stóð lítill kindakofi í túnjaðri, kallaður Hrútakofi. Dyr sneru í austur, og var heyjata við norðurhlið. Þar voru hrútar hafðir á vetrum. Handan við Bæjarlækinn, suður af túninu, tók við mýri, nema suður af sjálfum bænum. Þar skar lækurinn túnið sundur, og var sunnan hans túnblettur, sem hét Sauðhústún. Á þessum túnbletti var ávalur hóll, og á honum stóð fjárhús, sem hét Sauðhús og sneri frá vestri til austurs. Dyr þess sneru í austur, en vestan við það var Sauðhúshlaðan. Hún var hringmynduð og þakið einnig. Var það bratt og mænir þess topplagaður. Árið 1914 var garðinn í Sauðhúsinu steinsteyptur, og fremst (austast) í garðahöfði var steypt niðurgrafin baðþró, með tröppum efst upp í garðann. Þar var féð baðað fyrri hluta vetrar, skömmu fyrir jól. Eftir baðið í þrónni fóru kindurnar upp í garðann, sem hallaði htið eitt að þrónni, og þar seig baðlögurinn úr þeim og rann niður í þróna. Auk heimafjár var um áraskeið baðað þarna fé af næstu bæjum. Það þótti betra en að baða í trékörum, sem notuð voru áður. Milli lækjar og Sauðhúss sást móta fyrir gömlum tóftum, sem síðar voru sléttaðar. Norðaustur af bænum var hesthús, upphaflega byggt utan túns, er tók fimm hesta. Voru dyr á austurhlið, en heystallur við vesturhlið. Sunnan við það var hlaða, og voru dyr úr henni fram í hesthússtallinn. Lítill hesthúskofi fyrir einn hest var byggður skammt sunnan við hest- húshlöðuna. Ekki var hlaða við hann, en heyi kastað norðan við hann. Beitarhús voru niðri við Lagarfljót, utan við s. k. Smiðjuhól. Það voru þrjú fjárhús, sem stóðu samhliða, og sneru dyr í austur. Heyhlaða var vestan þeirra, og var úr henni gengið fram í garða allra húsanna. Hey- garðar voru eftir endilöngum fjárhúsunum og krær til beggja hliða, og þannig var í öllum fjárhúsum í Gunnhildargerði, að undanteknum Hrútakofanum. Sauðir voru hafðir á beitarhúsunum, og lágu þeir oft „við opið“, sem svo var kallað, þ. e. húsin voru höfð opin, og gátu þá kindurnar ráðið því, hvenær þær leituðu húsa eða voru á beit. Þar voru einnig oft hafðar vænstu ærnar, og eftir að hætt var að hafa sauði, voru eingöngu ær hafðar á beitarhúsunum. Fjárrétt, niðurgrafin á þrjá vegu (ekki að aust- an), var örskammt frá nyrzta húsinu í norðausturátt. Þar var lambféð og geldféð réttað á vorin, þegar stíað var. Þá voru lömbin tekin og sett í nyrzta fjárhúsið og höfð þar yfir nóttina, en hleypt til mæðra sinna snemma morguns. Rúningur sauðfjár fór að miklu leyti fram í réttinni eða kringum hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.