Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 116
112
MULAÞING
Einarsson og Vilhjálmur Pálsson frá Húsavík hafi kennt leikfimi þann
vetur. Vilhjálmur kom hingað á vegum U.M.F.S. og kenndi ungmenna-
félögum í nokkurn tíma þann vetur. (Starfsbók U.M.F.S.). Næstu ár
kenndi Runólfur, en Víðir Friðgeirsson 1956-1958, Guðríður Friðgeirs-
dóttir 1957-1959, Jón Bjarnason haustið 1958, Bergur Hallgrímsson
1959-1961 og Guðríður Friðgeirsdóttir 1962-1964. (Skólahalds-
skýrslur). Síðan hafa Sólmundur Jónsson og einkum síðari árin Ingimar
Jónsson og Hafþór Guðmundsson skipt kennslunni á milli sín, utan
þess að Rannveig Laxdal kenndi stúlkum 1973—1975 og Agnes Guð-
mundsdóttir kennir stúlkum 1981-1982.
Um húsnæðið hefur áður verið rætt, en einnig hefur verulegur hluti
kennslunnar farið fram utan húss, þegar veður hefur leyft.
Um sundnám er fyrst rætt í gjörðabók skólanefndar í afriti af bréfi
dagsettu 8. maí 1943 undirrituðu af formanni skólanefndar, Friðgeir
Þorsteinssyni — svohljóðandi: „Heiðraði sýslum. Suðurmúlasýslu.
Samkvæmt lögum er nú fyrirskipað að senda öll fullnaðarprófsbörn til
sundnáms, en vegna vegalengdar að sundstað hefur þetta í för með sér
nokkurn fjárhagslegan kostnað, sem getur orðið alltilfinnanlegur fyrir
fátæka aðstandendur. Vil ég fara fram á það við hina heiðruðu sýslu-
nefnd að hún taki til athugunar hvort ekki er fært að sýslusjóður styrki
fullnaðarprófsbörn til sundnáms. Þyrfti styrkurinn að nema allt að 40
kr. til þeirra, sem lengst eiga á sundstað. Það er vitað mál að aðrar
sýslur hafa varið fé til styrktar börnum í þessu skyni og vænti ég þess að
Sýslunefnd Suðurmúlasýslu geri sitt besta.“
Umbeðinn styrkur virðist hafa verið veittur og er færður í reikninga
skólanefndar 1. maí 1945 kr. 150, en sama ár er færður styrkur úr
ríkissjóði kr. 877,58.
Fyrstu árin mun kennslan hafa farið fram á Búðum, en frá því um
1960 hefur verið kennt að Eiðum. Minnist ég þess að hafa stundað
sundnám í 2 ár hið fyrra á Búðum og árið eftir að Eiðum.
I dag standa þessi mál þannig, að vorið 1981 fóru börn til sundnáms
að Eiðum, en þá var að hefjast vinna við byggingu sundlaugar hér á
Stöðvarfirði og stendur til að taka hana í notkun vorið 1982.