Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 121
MÚLAÞING
117
Anna Þorsteinsdóttir og séra Kristinn Hóseasson komu upp sýningu
með nemendum sínum vorið 1965. Var selt inn á þessa skemmtun og
afraksturinn að þeirra sögn notaður til skólaferðalags til Akureyrar.
Tók ferðin 3 daga og var gist á Laugum þáðar næturnar. (Anna Þ. og
K. H.). Mun þetta vera fyrsta eiginlega skólaferðalagið, sem nemendur
skólans hér fóru í.
Eftir að Sólmundur Jónsson hóf störf hér hafa alltaf verið haldin
svonefnd „Litlu jól“ seinustu daga fyrir jólafrí. Hafa þá verið æfðir
stuttir leikþættir, söngur o. fl. og þeirri stefnu framfylgt undantekning-
arlaust að allir nemendur 6., 7. og 8. bekkjar kæmu á einhvern hátt
fram þar. Ekki hefur verið selt inn á skemmtanir þessar, enda hafa þær
bara verið ætlaðar nemendum, væntanlegum nemendum og starfsfólki
skólans. Nokkur ár hefur hins vegar verið haldin árshátíð skólans að
vorinu til styrktar ferðasjóði, en yfirleitt eru farin skólaferðalög á sumr-
in. Sem fjáraflanir í því markmiði má einnig nefna hlutaveltur, blaða-
útgáfu og söngskemmtun skólakórsins ásamt Karlakór Stöðvarfjarðar í
jan. 1981 og þannig mætti áfram telja. Annars er e. t. v. bezt að gefa
sýnishorn um starfið yfir einn vetur með því að birta hluta greinar, er
áður hefur verið vitnað til úr „Grunnskólar í Austurlandsumdæmi
skólaárið 1978-1979“:
,,Er skólinn tók til starfa í haust [’78] var ákveðið að leggja nokkra
rækt við skákíþróttina. Allmikið var teflt í skólanum í vetur og var
þátttaka góð. Fjöltefli voru haldin og keppt var um titilinn skákmeistari
Grunnskóla Stöðvarfjarðar. Athyglisvert var að stúlkur voru ekki síður
áhugasamar en strákar og náðu ekki lakari árangri. Fjögur spilakvöld
voru hjá nemendum fyrir áramót, en áhugi fór minnkandi. Jóla-
skemmtun var haldin að vanda og var þar sungið, leikið, lesið upp og
auðvitað kom jólasveinn í heimsókn. Tvö diskótek voru í vetur, annað
fyrir áramót, hið síðara á vordögum. Þátttaka var góð. Málfundur var
haldinn snemma vetrar. Umræður snerust um væntanlegt skólaferðalag
og voru fjörugar. Nú í vetur gáfu nemendur í 5.-8. bekk út skólablað.
Allir nemendur í þessum bekkjum urðu að láta efni í blaðið. Kenndi þar
margra grasa bæði í bundnu og óbundnu máh, en ritnefnd úr hópi
nemenda valdi síðan úr það efni sem helst þótti prenthæft. Nemendur
attu síðan blaðaviðtal við Arnleif Þórðarson, en hann var eitt sinn kenn-
ari hér á Stöðvarfirði. Viðtalið var tekið upp á segulband, sem varðveitt
mun verða í kennslugagnasafni skólans, en útdráttur úr viðtalinu var
birtur í blaðinu. Lionsklúbbur Stöðvarfjarðar gaf skólanum Minolta
Super 8 kvikmyndasýningavél snemma árs 1979. Leigðar voru myndir