Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 101
MULAÞING
97
urbjörn Guttormsson hafa sinnt forfallakennslu þetta ár. (Gerðabók
skólanefndar). Runólfur er sá maður, sem lengst hefur kennt hér, þ. e.
frá 1934-1964 eða samtals í 30 ár. Auk þess var hann lengi vel í stjórn
bókasafns Stöðvarhrepps (1938-1964) og bókavörður. Hann átti og sæti
í hreppsnefnd Stöðvarhrepps í nokkur ár. (Kennaratal).
Næsta vetur kennir Runólfur 5 mánuði á Hóli og 1 á Heyklifi. Þann
vetur hafði hann aðsetur í Bakkagerði. Var hann settur kennari af
ráðuneyti. Á fundi sínum 15. sept. 1935 ályktar skólanefnd m. a. svo:
„Nefndin leggur áherslu á að kennd verði teiknun við skólann og haldin
verði dagbók.“ Virðist mér, að eftir óskum nefndarinnar varðandi
teiknun hafi verið farið, því í dagbók fyrir þetta skólaár segir m. a.
undir liðnum „Lesið og kennt í skóla 1935-1936“: „Teiknun hefur
lítilsháttar verið kennd.“ (Verður síðar vikið að kennsluefni á hinum
ýmsu tímum). Áður hefur verið sagt frá dagbók Björns Jónssonar. Ekki
hef ég fundið dagbækur frá 1933-1935, en eftir það er dagbók alltaf
haldin og eru þær allar til í eigu skólans auk bókar Björns.
Næsta ár er Runólfur aftur kennari, en auk þess kenndu Björn Jóns-
son og Friðgeir Þorsteinsson. I fundargerð skólanefndar frá 5. okt. í
upphafi skólaárs má sjá: „Samið við Stefán Karlsson um kennslustofu,
ræstingu og aðflutning á eldivið, gegn 27 Króna greiðslu á mánuði um
óákveðinn tíma. Samið við, Björn Guðmundsson að taka kennarann í
fæði og þjónustu (ljós og hita) gegn 60, Kr á mánuði. Nefndin ákvað að
fá aukakennara á suðurbyggð á 2 mánuði og fól formanni að semja við
Björn Jónsson um að taka það starf, einnig að semja við Jóhann Pálsson
um fæði og húsnæði fyrir kennslu."
Neðan við þessa fundargerð, en trúlega skrifað vorið eftir, stendur
(undirritað af Friðgeir Þorsteinssyni, formanni skólanefndar): „Að
gefnu tilefni skal það fram tekið, að nefndin hafði ákveðið að kennt yrði
3 mánuði í þorpi en 2 mánuði á suðurbyggð, en sökum veikinda kennar-
ans varð tíminn styttri í þorpi þar sem forfallakennari var ekki fáanleg-
ur til að uppfylla tímann.“ I dagbók 1936-1937 kemur eftirfarandi
fram: „Kennari Runólfur Einarsson hætti kennslu sökum veikinda
þann 20. [febrúar]. En byrjuð var aftur kennsla þann 26. af Friðgeir
Þorsteinssyni samkvæmt skipun skólanefndar."
Arið 1937 er svo brotið blað í sögu skólahverfisins. Þá um haustið er
tekið í notkun á þeirra tíma mælikvarða glæsilegt húsnæði, byggt að
hluta til í þeim tilgangi að þar fari fram kennsla. Var þetta hús það, er
nú er nefnt Samkomuhús Stöðvarfjarðar. Þarna var kennt samfellt frá
1937—1965 og sami skólastjóri — þ. e. Runólfur Einarsson — utan
Múlaþing 7