Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 155
MULAÞING
151
dags suður og ætlaði að gista fyrir sunnan, sem ég gerði. Veður var stillt
og úrkomulaust en skýjað. Er ég var kominn spölkorn áleiðis kemur
smalahundurinn minn til mín og er svo vinalegur við mig að það er eins
og hann sé að biðja mig að lofa sér að fara með mér, en þessi hundur var
aldrei vanur að fylgja mér nema þegar ég fór í smalamennsku. Nú var
ekki því líkt, allt á kafi í fönn og gengið á skíðum frá bæjardyrum.
,,Jæja, komdu þá bara með mér,“ sagði ég og mér sýndist hann líta til
mín þakklátum augum. Ferðin suður gekk eftir áætlun, ég skilaði póst-
inum, gisti á Svínaskálastekk um nóttina. Þar bjó Valgerður systir mín
með manni sínum, Jóni Jónssyni. Um morguninn var stillt veður, loft
alskýjað en úrkomulaust. Þegar ég lagði af stað klukkan um 10 fóru
með mér karlmennirnir frá Svínaskálastekk og urðu mér samferða upp
í fjall til að sækja hey sem þeir áttu þar og heyjað var á Rangármýrum.
Þar var um það bil hálfnuð leiðin frá Stekk og upp á Oddsskarð. Þegar
kom að heyjum þeirra og ég ætla að kveðja, þá segir Halldór bróðir Jóns
mágs míns: ,,Þú ættir ekki að fara lengra í dag og koma aftur niður eftir
með okkur, því nú er að ganga í bráðófært veður. Sjáðu óveðursvegginn
sem kominn er í dalina núna.“ Oft er það gott sem gamlir kveða, flaug
mér í hug. Halldór var 20 árum eldri en ég. Mér varð að orði: „Víst er
útlitið ekki fallegt, en ég vil helst ekki ganga þetta oftar en ég þarf, en
ég kem til ykkar ef ég lendi niður hérna megin skarðsins.“ — „Snúðu
bara nógu fljótt aftur,“ var kallað á eftir mér er ég var búinn að kveðja
og var lagður af stað.
Þegar ég var kominn upp á Háhlíðar var komið vonskuveður, mokaði
niður snjó og nokkurt fjúk með. Atti ég að snúa aftur? Nei, ég var ekki
vanur því, það yrði þá í fyrsta skipti sem ég yrði afturreka á Odds-
skarðsleið. Skarðið hlyti ég að finna. Þótt ekki sæist milli símastaura,
þá var þráðurinn, og svo var hundurinn. Hann ýlfraði og sýndist vita
hvert ætti að fara. Áfram var haldið í áttina heim, hundurinn aðeins á
undan skíðatánum, og ekki var ágreiningur milli okkar hvuta um stefn-
una þó ekkert sæist til símans. Skarðsbrekkuna fundum við á réttum
stað, og þá var vandalaust að finna skarðið, bara beint upp brekkuna —
og það tókst. Uppi á skarðinu var veðrið hvassara, en þó stætt og ekki
tími til mikilla heilabrota. Þótt sjást kynni til símalínunnar var ekki rétt
að fylgja henni, því hún var ýmist í bröttum brekkum eða eftir láréttu,
en ég þurfti að ná sem jöfnustum halla niður að Hengifossánni við
Geithús. Því fór ég norður eftir skarðinu og á skíðin á brúninni og
renndi mér niður að vestanverðu á dalnum, þ. e. niður með Hátúninu,
og komst á áætlunarstað án þess að stansa nokkurn tíma. Hundurinn