Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 29
MULAÞING
27
grjótkast, því ég var spenntur fyrir að æfa þessa list. Dag einn vorum við
Sveinki staddir niðri í fjöru og sáum þar strák álengdar. Fór þá Sveinki
að kveða hástöfum: „Ólafur ostur, Ólafur smjör, Ólafur huppur og
síða.“ Með sama dundi grjótið á okkur. Eg spyr þá Sveinka hvort það sé
siður hér að menn hendi grjóti hver í annan. „Nei, þetta eru bara svín,“
en um leið lét hann grjótið ganga í átt til Ólafs. Svo voru það bátarnir,
það var heillandi sýn að sjá þá sigla úr vör undir fannhvítum seglum og
koma síðan að landi borðstokkafulla af spegilgljáandi fiski. Allt lék á
hjólum við að gera að fiskinum og hávaðinn svo mikill, að það minnti
mig á þegar „ferja var kölluð“. Yfir stærð Eyrarhússins (verslunarinnar)
og barnaskólans átti ég engin hugtök. Og það er trú mín enn í dag, að
shk hús hafi ekki verið til í smáþorpi hér á landi á þeim tíma. Þessi hús
báru með sér stórhug, reisn og framtíðardraum. Aftur var ég ekki hrif-
inn af búðarmönnunum, þótti þeir stuttir í svörum, enda kaupeyrir
minn af sömu lengd. Einn daginn fór ég í fiskbreiðslu. Þangað kom
verslunarmaður til yfirlits og kallar upp á einum stað: „Hér er illa
breitt.“ Ég hrökk í kút, tók þetta til mín, hætti verkinu og neitaði að
koma þar nærri aftur.
Þessi ferð varð mér ógleymanleg, óf um sig í huga mínum og myndaði
eins konar stökkpall í sálarhfinu.
I barnaskóla á Borgarfirði
Svo liðu ár og ég kom aftur til Borgarfjarðar og var þar um tíma í
barnaskóla, því stutt var í fræðum í Tungu. Þá var ég á Hól hjá Þórhöllu
og Guðmundi manni hennar. Við Sveinn sórumst þá í fóstbræðralag og
bröhuðum margt saman, þó ekki bein prakkarastrik. Höfðum sérher-
bergi og útgang bakdyramegin. Þar fórum við út flesta morgna ahsnakt-
ir og veltum okkur upp úr fönninni og ég fann að þetta hafði góð áhrif á
heilsu mína.
Þá stýrði skólanum Jón Jóhannesson, kaUaður búi, sem dregið var af
því að hann var búfræðingur. Mér líkaði vel við Jón, hann var prúður í
umgengni og hafði gott vald á okkur, ekki refsingasamur, en við fund-
um hvað að okkur sneri og hegðuðum okkur eftir því. Þetta var því
nokkurs konar sjálfstýring af okkar hálfu með að bæta ráð okkar. Jón
var prýðilega greindur, en ekki allra, góðkíminn ef því var að skipta, og
orð hans hittu í mark. Ég hlýddi eitt sinn á ræðu sem Arni Steinsson
hélt og kom þar inn á skólamál Borgfirðinga. Þar sagði hann orðrétt:
„Við skulum ekki gleyma því, að það var Jón sem átti stóran þátt í því