Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 75

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 75
MULAÞING 71 fannst ég heldur afkáraleg, því pilsið hennar mömmu var vel við vöxt á mér, bæði sítt og vítt, en það var reyrt að í mittinu með belti. Að ofan var ég í kápu svo það bar ekki mikið á þessu, enda ekki hægt að setja slíkt fyrir sig þegar fram undan var sjálft ævintýrið. Hvorug okkar kunni mikið á hesta, enda munu þeir sjálfír hafa ráðið hraðanum, en í brekkunum upp úr Eskifirði voru þá aðeins troðningar eftir menn og hesta og raunar alla leiðina til Norðfjarðar. En okkur gekk vel yfir fjallið og síðan riðum við inn grænar grundir Norðfjarðarsveitar í logni og glaðasólskini sem leið lá heim í Tandrastaði. Þar hittist svo á að frændi minn var á engjum með allt sitt fólk nema húsfreyjuna sem var ein í bænum. Við komum þó inn með henni og þáðum góðgerðir. Tæp- ast hefði þetta verið í frásögu færandi ef ekki hefði greypst óafmáanlega í huga minn hreinlætið á þessum bæ, sem var þó allt annað en fallegur utan. Inni var ekkert málað, en allt svo hvítskúrað að undrum sætti. Stelpan úr kaupstaðnum sér þetta svo ljóslifandi fyrir sér enn í dag, þótt 60 ár séu gengin á milli. Nú lá leiðin út í kaupstað þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti fram á sunnudagskvöld. Við höfum víst skemmt okkur vel, því við munum hafa gleymt öllum loforðum um að leggja ekki seint af stað heimleiðis. Það var farið að skyggja er við riðum af stað og þegar upp í fjallið kom var skollin á svarta þoka. Við þokuðumst samt áfram hægt og sígandi. Allt var hrikalegt og ömurlegt í þokunni, og líklega hefur það verið þess vegna að Guðfmnu dettur í hug að við séum farnar að villast og vill bara snúa við. Eg, sem átti að treysta á hana mótmælti ekki, enda aldrei verið á þessum slóðum áður á suðurleið. Það sást ekki út úr augum og þokan var blaut og okkur orðið kalt. Hún var búin að snúa sínum hesti til baka, en þegar ég ætlaði að snúa honum Bleik litla þá vildi hann annað, hann var ekki aldeilis á því að snúa við, vildi bara halda áfram, og þarna háðum við mikið einvígi. Loks lét hann þó undan, og við héldum undan brekkunni, en vorum ruglaðar og vissum ekkert hvað við fórum. Allt í einu fannst mér ég sjá ljósi bregða fyrir og segi Finnu það. Kannski muni vera bær ekki langt undan og nú ættum við að reyna að hitta á hann. Og þá var eins og Bleikur litli skildi, því nú sneri hann út af götunni, tók á rás og fyrr en varði vorum við komin á bæjarhlaðið í Seldal. Þar var fólk gengið til náða og engin ljóstýra sjáanleg. Við bönk- uðum samt á útidyr og kom húsfreyja sjálf til dyra. Hún bauð okkur strax inn, og urðum við fegnar að komast í hús úr kuldahráslaganum. Við sögðum henni að við hefðum verið orðnar villtar, en þá séð ljós
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.