Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 198
194
MULAÞING
stöðum, til þess að það nær nauðsyn krefur kunni að útlánast til þeirra,
er þar til þrengjandi verða mættu, þá höfum við í alls þessa tilliti áform-
að og hér með skuldbundið okkur til að saman skjóta árlega eður eitt
skipti, eftir hvörs okkar ástandi og efnum, nokkru af þessu hvöru
tveggju.
En þar við svo fáir ekki erum megnugir um að útleggja svo mikið, að
sveitinni sé til hlítar, þá innbjóðum við hér með öllum hreppsins innbú-
um, bændum sem búlausum mönnum, að innganga með oss [í] félag
þetta og eftir efnum góðviljuglega að leggja í safnið, allt eftir þeim
skilmálum og reglum, er við höfum þar um samið og svo hljóða:
I. KAP[ÍTULI].
Um félagsins tilgang, meðlimi, forstjóra og safn
§ 1.
Félagsins tilgangur sé einungis sá að safna í góðum árum nokkru af
mat, svo sem korni, smjöri etc. til að hjálpa með láni þar af þeim sem á
vetrar- eður vortímum kynnu með þurfa, einkum í hörðum árum, eður
þurfandi mættu vera þess fyrir einhvör skaðatilfelli.
§2.
Allir sóknarinnar innbúar, búfastir sem búlausir, húsbændur sem
hús- og vinnufólk, verða jafnt með þökkum innteknir í félagið.
§3.
Þeir, sem innganga í félagið, skulu árlega eftir efnum og ástandi
leggja til safns þessa í öllum þeim árum, sem þeir misst geta, góðum
ineir en hágum minna, svo lengi þar til safnið virðist nægilega mikið
orðið.
§4.
Þeir, sem ei geta tillagt í mat og ekki flutt korn né hafa smjör til,
mega annað hvört leggja vörur inn í kaupstað, eður greiða tillag sitt í
peningum, þó er þetta ekki að skilja um aðra en þá, er ekki eiga hesta
til flutnings né málnytju, svo þeir kunni smjör til að leggja.
§5.
Allir þeir, sem í safnið leggja, hvort heldur kornvörur, smjör, innlegg
í kaupstað eður peninga, skulu gefa það sveitinni svoleiðis að þeir