Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 110
106
MÚLAÞING
stjóri. Hefur hann verið skólastjóri samfellt síðan. Húsnæði skólans
þótti mikil framför frá því, sem verið hafði í eldra skólahúsinu. Hinu
nýja skólahúsi er lýst þannig: „Haustið 1965 var nýtt skólahús tekið í
notkun. Það þótti hið veglegasta hús, að flatarmáli um 250 m2. I húsinu
eru 3 kennslustofur, kennarastofa, lítið bókaherbergi, baðklefi og bún-
ingsherbergi, allstór gangur, þvottahús og 4 snyrtiherbergi.“ (Grunn-
skóli Stöðvarfjarðar og Grunnskólar í Austurlandsumdæmi).
Með Sólmundi Jónssyni hafa eftirtaldir kennarar starfað við skólann
við kennslu bóklegra greina: Árið 1965-1966 kenndi kona hans, Auður
Guðmundsdóttir, og einnig sem stundakennari 1978—1979. 1966-1967
kenndi Jóhanna Jónsdóttir og næsta vetur Ingimar Jónsson. Réðst hann
aftur til starfa 1974 og hefur kennt samfellt síðan. Haustið 1968 hóf
Hafþór Guðmundsson störf við skólann og hefur kennt síðan. 1979 kom
Asta Gunnarsdóttir til starfa og kennir enn, og haustið 1981 bættist einn
kennari enn í hópinn og er það Agnes Guðmundsdóttir. Hefur því föst-
um kennurum skólans fjölgað úr 2 árið 1973 í 5 árið 1981. Auk þessa
hafa starfað 1—2 stundakennarar við skólann flest þessi ár við hand-
mennta-, leikfimi- og tónlistarkennslu. Verður nánari grein gerð fyrir
því síðar.
Þrengsli í skólanum hafa aukizt jafnt og þétt. Fimmta kennarastaðan
var auglýst vorið 1981 og þá stóðu fræðsluyfirvöld frammi fyrir því að
hafa 3 kennslustofur handa 5 kennurum. (I raun er notazt við 4. stof-
una, en það er lítill gangur framan við innstu skólastofuna, er rúmar um
10 nemendur og er mest notaður fyrir kennslu 7. bekkjar, þegar honum
er kennt sér). Til þess að bregðast við skorti á kennslurými var ráðizt í
það í sept. 1981 að kaupa íbúðarhúsið Bakkagerði hér í kauptúninu. Er
efri hæðin notuð til kennslu 1. og 2. bekkjar, en á þeirri neðri dagvist-
unaraðstaða. En meira um þrengslin:
„Síðasta vetur voru 68 nemendur í skólanum [ritað 1979]. Sam-
kennsla er mikil og mynda 2 árgangar eina bekkjardeild. Þó eru 13 og
14 ára nemendur aðskildir í nokkrum greinum. Skólinn er allvel búinn
kennslutækjum en bókasafn er mjög lítið. Það húsnæði, sem árið 1965
þótti veglegt, þykir nú ófullnægjandi og aðeins helmingur þess húsnæð-
is sem 68 nemendur eiga rétt á. Aðstaða til leikfimikennslu er ófullkom-
in og sundaðstaða engin. Þrátt fyrir það er reynt að veita nemendum
skólans lögboðna fræðslu í flestum greinum, en þó er ekki hægt að
sinna þeim öllum, má þar nefna tónmennt og heimilisfræði.“ (Grunn-
skóli Stöðvarfjarðar og Grunnskólar í Austurlandsumdæmi). (Tón-