Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 51
MULAÞING
47
byggður skápur við vesturvegg. Stigi var upp á bæjardyraloftið úr bæj-
ardyrum, og var hleri á hjörum yfir stigaopi. Vestan dyralofts og yfir
bæjardyrum var ekki fast gólf á einu stafgólfi, aðeins lausar fjalir lagðar
milli bita. Þar var ýmislegt geymt, t. d. sundurtekinn vefstóll, þegar
hann var ekki í notkun, rakgrind o. fl.
Moldargólf var í bæjardyrunum, og var það lítið eitt lægra en stéttin
úti fyrir. Bæjarhurð var allsterkleg og lokað að innan með klinku.
Hnakkar og beizli héngu í bæjardyrum, og margt fleira var þar geymt,
aðallega við norðurhlið.
Utan við bæjardyrnar var á haustin sett svokallað forskyggni til hlý-
inda. Var það úr timbri og ferkantað, með tveimur dyrum. Aðrar þeirra
sneru beint fram á hlaðið, en hinar sneru í suður, og var um þær gengið
í norðanveðrum. Á forskyggninu voru krókar, sem krækt var í lykkjur á
bæjarþilinu. Forskyggnið var tekið frá bæjardyrum á vorin, þegar hlýna
tók í veðri.
Innarlega úr bæjardyrum var gengið inn í skemmuna til vinstri hand-
ar. Þar var skellihurð.
Þykkur veggur var vestan bæjardyra, og í gegnum hann stutt göng
með skellihurð fyrir, bæjardyramegin. Þegar inn úr þeim göngum var
komið, tók við breiður gangur, sem lá þvert yfir húsalengjuna. Blasti þá
við ofan á hnéháum, hlöðnum steinvegg timburveggur, er náði alveg
upp í ris og þvert yfir húsalengjuna. Það var stafninn á búrinu, og inn í
það var gengið um dyr, sem voru lengst til hægri (nyrzt) á stafninum.
Lítill gluggi var á þekjunni til suðurs, svo að bjart var í gangi þessum á
daginn. Til vinstri handar (suðurs) var gengið úr honum til baðstofu, og
þá komið fyrst inn í pilthúsið, sem áður getur. Þar munu upphaflega
hafa verið tvær skellihurðir, en þegar ég man eftir mér, hafði önnur
þeirra (gangmegin) verið tekin. Til hægri (norðurs) hallaði ganginum
talsvert upp á við. Var þar og þrep í honum nokkru neðar en gengið var
inn í eldhúsið, og ein trétrappa var við búrdyr, því að gólf þess var
hærra en nam hækkun ganggólfsins.
Vestan þessa breiða þvergangs var búrið. Það var reisulegt og rúm-
gott og allt þiljað innan. Ekki var loft yfir því, sem hefði þó getað verið,
þar sem bitar voru þvert yfir það. Það var því æði hátt upp í risið, og
þurfti að leggja planka eða sterk borð á milli bita, þegar gera þurfti risið
hreint. Var búrið alltaf ,,gert hreint“, þ. e. þvegið hátt og lágt á hverju
vori, eins og baðstofan, áður en heyannir byrjuðu.
Þegar inn í búrið var komið, var stór eldavél úr pottjárni á vinstri
hönd, við austurstafn, múruð að innan. Hún var sett þar árið 1892. Á