Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 214
210
MULAÞING
Frásögn á bls. 71 um Magnús ívarsson
og drukknun hans af brúnni er hreinn til-
búningur. Hann hætti búskap í Hjarðar-
haga 1905 og var ekki að koma af Seyðis-
firði, heldur úr Fram-Fellum á leið austur á
Velli. Hesturinn fannst rétt við „Skúrinn“.
Frásagnir um brúar- og vegagerð í bókinni
eru víða ónákvæmar eða rangar (bls. 75-76
og víðar). Andlát Sölva Björnssonar (bls.
78) bar þannig að, að hann veiktist og gafst
upp nálægt norðurbrún Fjarðarheiðar.
Samferðamaður hans hraðaði sér niður í
Miðhús til að sækja hjálp. Þegar upp var
komið á ný var Sölvi dáinn.
Guðmundur Guðmundsson (bls. 132) á
að vera Gunnlaugur Guðmundsson. Stein-
dór hljóp til Seyðisfjarðar milli gjafa frá
Dalhúsum, ekki Ketilsstöðum (bls. 167).
Það var á annan í jólum 1955 að þeir
Olafur Pétursson og Ingibergur á Hofi
hröpuðu fram af Asklifi. Þeir höfðu ætlað
að ná heim að Hofi, ekki Ási. Ingibergur
náði ekki Ási (bls. 175). Þeirra var leitað og
fundust báðir undir Ásklifi, Olafur látinn
en Ingibergur mikið slasaður.
Eg vil taka það fram, að leiðréttingar
mínar taka eingöngu til þeirra þátta bókar-
innar, sem fjalla um það sögusvið, sem
mér er kunnast.44
Eg þakka Helga bréFið og kem því hér
með á framfæri.
Við þetta má bæta:
Bókin er tvísaga um dánarár Ottós
Wathne, það rétta er 1898. Skafti (bls. 42)
var Kristjánsson, ekki Jósefsson. Karlakór
(bls. 143) nefndur Bjarmi á að vera Bragi.
Vísan eignuð sr. Sigurjóni á bls. 40 er úr
ljóði eftir Davíð Stefánsson. Og eins og
ekki væri nóg kveðið, fór prentvillupúkinn
á kreik og læddi inn villu sem bæði skrá-
setjari og sögumaður vissu þó betur á bls.
99: Sigríður, kona Þorsteins kaupfélags-
stjóra, dó upp úr 1970, ekki 1950.
Eins og Helgi bendir á í bréfí sínu, eru
leiðréttingar þær sem hér eru birtar vart
tæmandi. Þá kann að virðast sem ekki
standi mikið eftir af kverinu. Þetta held
eg, þótt mér sé málið skylt, að sé þó ekki
svo. Eg reyndi við samningu bókarinnar að
gera hana skemmtilega aflestrar og fróð-
lega hvað varðar þá lífsbaráttu sem háð
hefur verið á Austurlandi og atvinnuþróun
millistríðsáranna. Ef til vill orðaði Völund-
ur Jóhannesson þetta best þannig: „Bókin
er alveg ágæt fyrir Skagfirðinga, þar skipta
þessar villur engu máli.“
Vilhjálmur Einarsson