Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 88
84
MULAÞING
steypt saman í eitt hreppsfélag, er bæri nafn þess stærra (og fjölmenn-
ara). (Saga sveitarstjórnar I, 11). Um 1700 eru talin vera 25 býli í
Breiðdalshreppi (Saga sveitarstjórnar I, 92) og í manntalinu 1703 eru
býli í Stöðvarfírði sögð vera 12 en þar af 2 í eyði. (Manntal 1703,
418). (Eg hef hér að aftan sett upp til fróðleiks skrá yfír nöfn býla í
fírðinum árin 1703, 1816, 1861 og 1912 [sjá fylgiskjal II]).
Eins og nærri má geta mun Stöðvarfjörður heita eftir landnámsjörð
Þórhadds hins gamla, en bæ sinn reisti hann innan við fjörðinn og
nefndi Stöð. Þetta eru, að því er ég þezt veit, þó aðeins munnmæli.
Þótt Þórhaddur hafí verið heiðinn og trúlega reist hlótstað á jörð
sinni, hefur fljótlega eftir að kristni komst á verið byggð kirkja á
staðnum og heimildir eru um presta í Stöðvarsókn fyrir aldamótin
1400 og sátu prestar á kirkjujörðinni Stöð fram yfír 1920, en þó var
sóknin með lögum frá 16. 11. 1907 lögð undir Heydali. (Prestatal, 27).
Eins og áður greinir var Stöðvarhreppur gerður að sérstöku sveitar-
félagi árið 1905. Voru hreppsmörkin við Merkigil að norðan (hin sömu
og Breiðdalshrepps hins forna) og í Hvalnesskriðum að sunnan. (Saga
sveitarstjórnar, II, 122). Fyrsti oddviti hreppsnefndar var Jón Björns-
son, hreppstjóri á Kirkjubóli. (Hreppsbækur).
Svo sem nafn ritgerðarinnar ber með sér hef ég í hyggju að færa á
blað skólasögu Stöðvarfjarðar og miða þá við stofnun hreppsins og til
ársloka 1981. Þó tel ég eðlilegt að geta um stöðu fræðslumála í
byggðarlaginu um aldamótin 1900 eftir því sem heimildir gera það
kleift.
Skv. fræðslulögunum frá 1880 (1. gr.) er prestum gert skylt að sjá
um að öll börn læri — auk kristindóms og lesturs — skrift og reikning.
Þó eru (2. gr.) foreldrar/forráðamenn skyldaðir til að bera ábyrgð á að
kennslunni sé framfylgt, en (4. gr.) prestar skrái árlega í húsvitjunar-
bók um frammistöðu barna. Þó skal (9. gr.) kostnaður við nám ómaga
greiðast af sveitarfélagi. (Stjórnartíð. D, 1880-81).
Þeir kennsluhættir, sem tíðkuðust hér um það leyti er hreppaskiptin
áttu sér stað, voru því heimakennsla innt af hendi af foreldrum eða
öðrum skyldmennum, ómagakennsla framkvæmd af forráðamönnum
(og greidd af sveitarfélaginu, en dæmi um það er að finna í reikningum
hreppsins frá fyrstu árum hans) og ennfremur svonefnd heimilis-
kennsla, oft á tíðum kostuð af ,,stöndugum“ mönnum, er fengu lærða
menn til að kenna börnum sínum hin ýmsu fræði. Oft virðast slíkir
kennarar hafa verið ráðnir til annarra starfa á bæjunum yfir þann
tíma, sem ekki var kennt og verður lítillega vikið að því síðar.