Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 172
168
MULAÞING
skipstjórinn nafn sitt á kirkjubitann og bað Jón að láta son sinn er hann
myndi eignast, heita því nafni. Jón hét því. Kvað skipstjóri giftu myndi
fylgja nafni. Skömmu síðar eignaðist Jón son og lét skíra hann
Mensalder Raben, því að svo hét skipstjórinn. Hann varð snemma
efnismaður og fjárdráttarmaður mikill. Mensalder keypti Papey vægu
verði, en áður var hún konungsjörð. Valgerður Jónsdóttir hét móðir
Rabens. Hafði hún eignast áður dóttur er Olöf hét, var hún því hálfsyst-
ir Rabens. En Jón faðir hans varð bráðkvaddur í Papey, hjá túninu,
rúmlega fertugur að aldri. Raben erfði Papeyjarbuxurnar eftir föður
sinn látinn og valt upp á hann auðurinn. En eigi þótti líf hans samt
ánægjulegt eða tilgangsríkt fremur en ýmissa annarra eigenda töfra-
gripa. Eitt sinn batt hann heitorð sitt við prestsdóttur eina. En er búið
var að lýsa með þeim stakk Raben upp á því að þau skiptu með sér
verkum, hún byggi á Melrakkanesi, en hann í Papey, og að þau keppt-
ust um að græða fé. Þetta þótti henni sýna ástleysi og sagði skilið við
hann, og bjó hann síðan með bústýrum. Varð hann mjög auðugur og
kallaður Mensalder auðgi. Þótti sem buxurnar væru honum eigi ónýtar.
Margt þótti undarlegt og eigi einleikið í háttum hans. Hann átti mann-
ýgan graðung. Kærðu menn graðunginn fyrir Raben og báðu hann um
að drepa hann. En það fékkst eigi. Skömmu síðar reikaði Raben úti á
eynni. Kom boli þá og réðst á Raben á svonefndum Gellisbala nærri
Purkubjörgum og þjarmaði honum. Varð Raben þó borgið, en hann
varð aldrei samur. Þá hafði Raben verið orðinn mjög þyngdur af fitu.
Samt sótti hann sjó með vinnumönnum af kappi. Eitt sinn vildu þeir róa
á hafmið og afbáðu að hafa hann með, skildu hann eftir í landi og reru
út. Kom þá bylur mikill og náðu þeir þó landi. En Raben kom eigi heim
um kvöldið. Bústýran lét leita hans og fannst hann örendur á svonefnd-
um Sólskífubala hjá Nónborg 1799. Gerðist ýmislegt forneskjulegt við
afgang hans. Hann dó barnlaus. Komu engir peningar fram eftir hann.
Hafði hann sagt bústýrunni að hann hefði fólgið þá í jörðu, og mætti hún
grípa til þess í nauð handa sér og nauðlíðendum á eynni. Kristín systur-
dóttir Rabens erfði allan auðinn sem var víst lítið annað en fasteignin,
því peningar fundust ekki. En vitað er að Raben átti fleiri jarðir en
Papey, svo að fasteignin var allmikil. Auður Kristínar Jakobsdóttur
entist víst ekki vel. En til skamms tíma hefur sést loga upp af gulli
Mensalders í Papey öðru hverju.
Kristín Jakobsdóttir erfingi Mensalders giftist, hét sá maður Jón
Árnason. Þau bjuggu í Papey og eignuðust son er Þorvarður hét, sagt er
að þau Kristín og Jón hafi skilið. Þorvarður sonur þeirra átti fyrir konu