Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 144
140
MULAÞING
á Álftanesi með viðkomu á 11 stöðum, aðallega hjá sýsluinönnum. Er
póstinum ætlað að fara þetta á 31 degi og eru það því rúmlega tveir
mánuðir sem hann er í ferðinni. Yesturlandspósti er ætlaður tveim
dögum styttri tími í ferðina. Hann fer frá Isafirði með þorpum, við-
komustaðir taldir sjö að Bessastöðum og eru honum ætlaðir nærri tveir
mánuðir í ferðina. Suðurlandspóstur fer frá Bessastöðum austur að
Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu og hefur sjö viðkomustaði. Mætir á
Móeiðarhvoli Austurlandspósti sem á að koma með póst úr Skaftafells-
sýslum og snúa svo báðir sömu leið til baka. Þeim eru ætlaðir 24 dagar í
ferðina. Auk þess var gert ráð fyrir aukapóstum er færu um Stranda-
sýslu og Snæfellsnessýslu, einnig einhverjum aukapóstum um Austur-
og Norðausturlandið. Laun aðalpóstanna, þ'eirra sem lengst áttu að
fara, skyldu vera 24 ríkisdalir í árslaun, þ. e. 48 krónur, og eftir 12 ára
dygga þjónustu máttu þeir vænta þriggja ríkisdala eftirlauna er þeir
gerðust aldurhnignir. Svo lítur út að ekki hafi verið um annan flutning
en bréf að ræða, því að fyrst og um nokkur ár átti pósturinn aðeins að
hafa hliðartösku, og ef hann þurfti eða vildi hafa hest varð hann að
kosta hann sjálfur.
Þróun póstmálanna hefur gengið hægt, því að eftir 100 ár voru aðeins
átta aðalpóstferðir um landið og aukapóstferð í sumar sveitir ekki fyrr
en 10 árum síðar, t. d. talið að póstferðir til Seyðisfjarðar og Norðfjarð-
ar hafi byrjað 1892 eða um 100 árum eftir að fyrstu póstflutningar
kostaðir af almannafé hófust á íslandi.
Eftir þeim gögnum sem ég hef tiltæk að dæma hafði Kjartan Péturs-
son bóndi í Eskifjarðarseli póstferðir til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar
árin 1892-1897, og ég hef rökstuddan grun um að fyrst hafi hann farið
Eskifjarðarheiði til Egilsstaða og Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og sömu
leið til baka, og þá líklega sex ferðir á ári, þ. e. aðeins yfír vetrarmánuð-
ina. Svo er að sjá að 1897 verði hlé á póstferðum þarna, því að árið
1901-1903 er Kjartan Pétursson aftur talinn póstur á þessum sömu
leiðum. Þó leyfi ég mér að geta þess til að þá hafi hann ekki farið til
Egilsstaða, heldur aðeins til Seyðisfjarðar og leiðin þá verið Eskifjarðar-
heiði - Jökull (eða Fönn sem sumir kalla) - Mjóafjarðarheiði - Gagn-
heiði og þaðan niður á Fjarðarheiði og til Seyðisfjarðar og sömu leið til
baka. Það er tvennt sem bendir til þess að Kjartan hafi ekki farið um
Egilsstaði. I fyrsta lagi hefur Jón Bergsson á Egilsstöðum eða maður frá
honum póstferðir frá Egilsstöðum á Seyðisfjörð árið 1901 og lengur, og
það var því ekki ástæða fyrir annan póst að fara sömu leið, og í öðru lagi
var Kjartan vel kunnugur áðurnefndri leið, m. a. oft búinn að fara með