Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 150
146
MÚLAÞING
Að morgni 3. mars lögðum við af stað frá Seyðisfirði kl. 4. Erfið leið
fyrir höndum og þurftum að komast sem lengst. Nú var skriðið þar sem
setið var á skíðunum áður og setið þar sem fyrr var skriðið, en gengið á
sömu slóðum og áður. Veðrið var eins og gerist á Austfjörðum í þrálátri
norðaustanátt, dálítil snjókoma, hægur vindur og eitthvert frost.
I Firði fengum við góðgerðir og afgreiðslu bréfa og þá haldið áfram.
Nú gátum við ekki farið á bátnum sem við komum á inneftir, því nú var
frosið á firðinum allt kraparuslið sem komið hafði með snjóflóðinu,
ófært talið með bát fyrir innan Asknes og ekki gerlegt að ganga úteftir
norðan fjarðar vegna flóðahættu. En Sveinn í Firði feysti þetta vanda-
mál. Hann talaði við.yfirmanninn á hvalveiðistöðinni á Asknesi, því þar
var verið að vinna eins og áður er sagt frá, og bað um að við yrðum
fluttir yfir fjörðinn þegar við kæmum þangað úteftir. Því var vel tekið.
Þá var að ganga frá Firði út í Asknes. Það er röskur tveggja tíma
gangur, en við vorum lengur því færðin var á allan hátt slæm. Þegar við
loks komum á Asknes vissi enginn að við værum væntanlegir, en þegar
til yfirmannsins kom var allt í lagi, hann sendi tvo ágæta menn, Þorgrím
Sigurjónsson Eldleysu og Fifippus Filippusson Mýri með okkur að
Borgareyri. Nú var orðið framorðið, klukkan nær 12 á miðnætti, en
samt langaði menn til að fá póst ef eitthvað væri.
„Hafið þið nokkurn tíma heyrt þess getið að póstur sé afgreiddur kl.
12 á miðnætti?“ spurði Benedikt — sem auðvitað vakti eftir okkur — en
póstinn fengu þeir auðvitað.
Morguninn eftir, sem var 4. mars, lögðum við af stað kl. 9. Synir
Benedikts, þeir Sveinn og Ragnar, settu okkur yfír fjörðinn og reru með
okkur alla leið út að Krossi. Þar töfðum við ekki, en héldum sem leið lá
upp til Drangaskarðs. Mestan hluta leiðar gengum við á skíðunum en
skriðum upp bröttustu brekkurnar. Nú var veðrið sæmilegt, stillt og
nokkuð bjart. Niður af skarðinu var farin sama leiðin og farin var upp-
eftir þegar við fórum norður, því snjóflóðahætta gat verið enn. Nú ýmist
köfuðum við, sátum á skíðunum eða stóðum á þeim eftir að nálgaðist
byggðina. Er við komum á póstafgreiðsluna var sem við værum heimtir
úr helju. Þar var m. a. séra Þorsteinn Þórarinsson tengdafaðir séra
Jóns. Hann vék sér að mér og sagði að ég ætti að verða póstur, því að ég
yrði veðurheppinn. Að Skuggahlíð komumst við um kvöldið.
Morguninn eftir, 5. mars, var gott veður en dálítið frost. Lagt af stað
til Oddsskarðs um kl. 9, gengið á skíðunum að mestu leyti upp að
skarði. Smákrók á leið okkar tókum við þó vegna snjóflóðahættu, því
þar sem akvegurinn liggur nú og er alfaraleiðin brotnuðu eitt sinn sex