Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 210
206
MULAÞING
eintölu og fæ ég ekki betur séð en að orða-
bækur staðfesti þann skilning.
En hvað sem þessu líður finnst mér
íleira geti komið hér til álita. Mér fór því
svo að ég staldraði við eitt þeirra dæma um
gleiðarmát sem skráð er í seðlasafni Orða-
bókar Háskólans. Það er tekið úr vísu eftir
Sigurð Breiðfjörð og er hún svohljóðandi:
Hitt er satt við hvert ílát
hentar varinn svarna
að gera þeim ei gleiðarmát,
görmunum þeim arna.
Að mér sækja áleitnar spurningar: Var
beykinum Sigurði Breiðfjörð efst í huga
gleiðarmát á skákborði eða gleiðarmát í
merkingunni ofsakæti, er hann kvað vísu
sína um ílátin? Haí(5i, þegar öll kurl koma
til grafar, þetta margnefnda orð hér áður
fyrr merkingu, sem ekki hefur komist í
orðasöfn, og þá á einhvern hátt bundna
smíðum?
Fávísum hlýtur að leyfast að spyrja þótt
svör liggi honum ekki laus á tungu.
— S. Ó. P.
MAGNÚS „FELLASKÁLD”
OG HEIMILISFÓLKIÐ
Á ÁSI
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég eftirfar-
andi erindi upp eftir Sigrúnu systur minni
er lengi var kennari og skólastjóri á Borg-
arfirði:
Vigfús og Björg hér stýra stað.
Stefán, Guttormur, Páll á blað
með lestri lærdóm prýða.
Soffíu elskar Arnibjörn.
Ingibjörg, Stefán, þeirra börn,
Sigríður, fljóðið fríða.
Alexander, Björn, Eyjólfur,
Elín, Sigurbjörg, þá kemur
Guðfínna mæt og Gróa.
Magnús á enda oftast rær,
engin hjá honum situr mær.
Við kvæði sín karl má róa.
Erindi þetta nam Sigrún í æsku af afa
okkar, Sveini Bjarnasyni, og hafði hann oft
sungið það. Móðir Sveins var Bóthildur frá
Götu í Fellum Sveinsdóttir, bónda þar Ein-
arssonar, og hefur hann ugglaust lært
kviðling þennan ungur.
Um höfundinn vissi Sigrún það eitt að
hann hefði heitið Magnús eins og raunar
má ráða af niðurlagsorðum kviðlingsins.
Eg þóttist fljótlega sjá að þarna væri
kveðið um prestshjónin á Ási, séra Vigfús
Guttormsson, er þar var prestur frá 1854 til
dauðadags 1874, og fyrri konu hans,
Björgu Stefánsdóttur prófasts á Valþjófs-
stað Arnasonar, börn þeirra og heimilis-
fólk. Eru þarna nefndir þrír elstu synir
þeirra hjóna, Stefán, er dó ungur, Gutt-
ormur síðar prestur í Stöð og Páll síðar
stúdent og bóndi á Ási en seinna á Hall-
ormsstað. Árnibjörn, sem tilnefndur er í
kviðlingnum, var Stefánsson og bróðir frú
Bjargar, giftur Soffíu dóttur Hallgríms
Illugasonar á Ærlæk og Ingibjargar dóttur
Skíða-Gunnars. Árnibjörn bjó um hríð í
Geitagerði en lengst í Hamragerði.
„Sigríður íljóðið fríða4k giftist Þórarni
Hallgrímssyni á Ketilsstöðum á Vöilum og
voru þau foreldrar Hallgríms bónda þar,
sem inargir muna enn.
Hér þraut mig þekkinguna. Hver var
þessi Magnús, sem kviðlinginn hafði sett
saman? Og tíininn leið. Svo var það í fyrra-
vor að ég var staddur inni á Héraðsskjala-
safni að glugga í einhver blöð viðvíkjandi
Múlaþingi og kemur þá snepillinn upp í
hendurnar á mér, sá er ég hafði ritað vís-
una á á sínum tíma, og rétti ég hann að
Armanni félaga mínum.
„Þetta er sjálfsagt eftir Magnús Fella-
skáld,“ sagði Ármann, er hann hafði lesið
það sem þarna stóð skrifað. Eg átti ekki
fóður undir fat. Magnús Fellaskáld hafði
ég aldrei heyrt nefndan svo ég myndi til.
„Spurðu Helga Gíslason um hann,“
bætti Ármann við, og lét ég ekki segja mér
það tvisvar.
Ekki þurfti ég lengi að bíða svarsins frá